Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 115
aðrir voru komnir upp á brún. Þorsteinn reyndi að stjórna líkt
og hann væri með liðið í sundlauginni. Það tókst honum ekki
frekar en um borð í Nonna. Þótt enginn agi væri á hersingunni
og sumir drægjust aftur úr komst megin hópurinn yfir hálsinn
þar til sá niður að Hvammi. Þorsteinn sagði okkur að í Hvammi
hefði Snorri Sturluson fæðst og sjálfsagt sagði hann okkur frá
ýmsu fleiru. Heim að Laugum komst svo hópurinn. Allir voru
113
Skólabörn í Finnbogastaðaskóla veturinn 1938 til 1939. Myndin lík-
lega tekin á Ávíkurdal. Fremst er Soffía Andrésdóttir Árnesi. Í fremri
röð eru: Sigrún Pálsdóttir Eyjum, Líney Sæmundsdóttir Kambi, Margrét
Gunnarsdóttir Njálsstöðum, Þorkell Guðmundsson Hrauni, Sigurvin
Guðbrandsson Felli, Valgeir Jónsson Ingólfsfirði, Friðr ik Pétursson
Reykjarfirði, Skúli Alexandersson Kjós, Ólafur Andr ésson Árnesi og
Gunnar Sigurlaugsson Grænhóli. Í efri röð eru: Guðmundur Andrésson
Árnesi, Guðbjörn Jóns-son Gjögri, Matthías Pétursson Reykjarfirði,
Sveinn Jónsson Gjögri – neðar: Guðfinna Óskarsdóttir Kjörvogi,
Jófríður Jóns dóttir skólastjórafrú, Hulda Þórarinsdóttir Finnbogastöðum,
Jó hanna Jónsdóttir Ingólfsfirði – þar yfir: séra Þorsteinn Björnsson
Árnesi, Lilja Eiríksdóttir Dröngum og Jóhann Jónsson Gjögri. Það
vantar nokkuð mörg í nemendahópinn, t.d. Guðfinnu í Naustvík,
Snorra á Krossnesi, Guðfinnu og Ingibjörgu á Reykja nesi, Guðfinn á
Kjörvogi, Pétur Sörlason Gjögri, Óskar Sörlason Eyri og sjálfsagt fleiri.
– Þorsteinn Matthíasson mun hafa tekið þessa mynd.