Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 76
Ásgeirsson. Kennsla ókeypis. Skólinn mikið styrktur úr
land- sýsluö og hreppssjóði.
b. Lestrarfjelagið: Um það er lítið að segja, en þó gott, það
sem er. Efnahagurinn með besta móti. Talsvert keypt af
nýjum bókum. Fjelagar líkt margir og í fyrra. Tillög fjelags-
manna eins. Fast tillag úr hrepssjóði 30 kr. og frá Legatinu
7,oo.
c. Versluarfjelagið: Af því er ólíkt betra að segja en síðast.
Nú í ár var haldinn aðalfundur og lagðir fram þriggja ára
reikningar endurskoðaðir, allt klappað og klárt og furðu-
gott útlits eptir allan trassaskapinn og ólagið, sem komið
var á.. Hagur fjelagsins mikið lagast þetta ár nl. 1909, sem
síðasti framlagður reikningur nær yfir. Stofnsjóðsskarðið,
sem komið var, fyllt aptur og varasjóður myndaður á öðru
þúsundi, enda var enginn verslunararður útborgaður.
Gengið betur eptir skuldum í ár, samkvæmt ákvæði síðasta
aðalfundar. Vörubyrgðir opt litlar. Sparisjóður félagsins vex
nokkuð, útlán mest til þeirra, sem skulda söludeild fjelags-
ins. Vextir 4 ½ og 5%. Vörupantanir með meira móti eptir
því sem verið hefur nú undanfarið.
d. Kynbótabúið á Tindi heldur áfram. Selt þar í haust til kyn-
bóta margt af veturg. gimbrum á 14 kr. og nokkrir vetur-
gamlir hrútar á 20 kr. og dilkar. Ekki aðkeypt nema 1 hrút-
ur í 3 vetur. Styrkur til þess sami og siðastl. ár nl. 300 kr.
e. Búnaðarfjelagið: Yfir því hefur verið fremur dauft, margir
fjelagsmenn ekki unnið fyrir tillagi sínu. Dagsverkatala 513.
Aðalfund er enn ekki búið að halda. Einn maður var ráð-
inn í vor, Jón Lýðsson, sem vann að jarðabótum hjá fjelags-
mönnum.
f. Sparisjóðurinn hefur aukist dálítið, þó með minnsta móti,
samanborið við það, sem verið hefur nú nokkur ár að und-
anförnu. Hann er nú 20 ára gamall. Innlög alls kr. 2008,oo.
Úttekið innleggsfje 1580,59. Varasjóður orðinn 432,12.
Inneign samlagsmanna 81 að tölu 6823,06. Sjóðurinn í
árslok kr.7257,18. Umsetning 13370,58. Er sjóðurinn þetta
hæstur frá upphafi sinna vega, og mest umsetning. Stjórn
sama.
74