Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 61
Hinn tékkneski vatnshverfill var af Francis gerð með láréttum
ás og beintengdur við rafalann, gerður fyrir 45,7–50 m fallhæð
og 2,8 m³/sek. rennsli. Hann skilaði 1.660 hö við 600 snúninga
á mínútu. Rafalinn var frá Skoda verksmiðjunum, samfasarafali,
1.470 kVA, 1.176 kW, 6.300 V, 50 rið. Segulmögnunarvél var 18
kW, 65 V, 227 A og 600 snúningar á mínútu. Eftir tilkomu hinna
nýju véla var minni samstæðan keyrð meðan hún annaði álag-
inu en sú stærri eftir það. Hún hrökk þó ekki til þegar fram í
sótti. Þá reyndist nauðsynlegt að setja upp dísilvélar. Þær voru
ýmist settar upp í vatnsaflsstöðinni eða á Hólmavík. Gerð var
grein fyrir þeim þætti orkuöflunar fyrir Þverárvirkjunarsvæðið
í þættinum um Hólmavík hér að framan. Fyrrnefnd viðbót var
tekin í notkun hinn 1. október árið 1964. Virkjunin var stækkuð
verulega um aldamótin 2000. Gerð var grein fyrir þeim fram-
kvæmdum í Strandapóstinum og skal það ekki endurtekið hér.7
Rafveitustjórarnir á Hólmavík hafa einnig gegnt rafveitustjóra-
starf inu við Þverárvirkjun. Orkubú Vestfjarða yfirtók Þver ár virkj-
un og veitukerfi hennar hinn 1. janúar árið 1978.
Dreifikerfi
Af framaskráðu hefur mátt ráða að um 1970 voru tvö orku-
veitu svæði í Strandasýslu. Annað tengdist Þverárvirkjun sem tók
til starfa í desembermánuði árið 1953 og hitt var tengt orku -
veitusvæði Húnavatnssýslu og Laxárvatnsvirkjun. Borðeyri tengd-
ist síðarnefnda svæðinu um sæstreng sumarið 1967. Árið 1970
var dreifikerfi lagt frá Borðeyri um Bæjarhrepp að Valdasteins-
stöðum undanskildum en þangað var rafmagn leitt næsta ár.
Hólmavíkurkauptún og tveir bæir í Kirkjubólshreppi fengu raf-
magn frá Þverárvirkjun þegar hún tók til starfa. Árið 1956 var
rafmagn frá virkjuninni leitt um sæstreng yfir Steingrímsfjörð og
háspennulína lögð frá landtaki að Drangsnesi. Árið 1971 var
háspennulína síðan lögð frá landtaki við Sandnes norður yfir
Bjarnarfjarðarháls til Bjarnarfjarðar. Tveir notendur í Bjarnarfirði
59
7 Strandapósturinn VI (1972), bls. 28, 33.