Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 134
Hann hefði fengið aðsendan brotakopar frá kunn ingjum sín-
um úr ýmsum áttum. Tryggvi Björnsson, bróðir minn, var á
Broddadalsá á yngri árum allt fram yfir fermingu og fylgdist vel
með rekanum á bænum. Hann sagðist hafa safnað saman málm-
hlutum úr reköldum, ekki síst kopar úr tundur duflum, og látið
Sigmund hafa allt slíkt. Í staðinn smíðaði Sigmundur handa
honum forláta brennimark, sem Tryggvi geymir sem sjáaldur
auga síns. Ekki hefur hann þó haft mikil not fyrir verkfærið um
dagana, því að aldrei hefði hann, að eigin sögn, átt nema eina
rollu hyrnda. Þetta brennimark er einn fyrsti smíðisgripurinn,
sem ég hef séð eftir Sigmund. Fylgir hér myndarómynd, sem ég
tók af því. Á þessum árum áttu allir málsmetandi Kollfirðingar
og sjálfsagt Bitrungar líka brennimark að einkenna með hyrnd-
an fénað sinn. Sjálfsagt hefur Sigmundur smíðað þau fyrir hvern
mann? Hann smíðaði fjöldann allan af þeim að sögn Indriða.
Mundi í Þrúðardal átti brennimark og notaði það mikið. Skyldi
Sigmundur hafa smíðað það? Ekki þarf það að vera. Kollfirðingar
áttu sinn járnsmið, Halldór Bjarnason á Ljúfustöðum, sem kunni
sitthvað fyrir sér.
Danskurinn aðstoðaður
IS: „Danskt flutningaskip kom til Óspakseyrar dag einn um
1920. Sigurgeir Ásgeirsson var þá kaup maður þar og fram til
1936. Hann sagði mér sögu af því. Skipið var með bilaða vél.
Stýri maðurinn kom til Sigurgeirs og ætlaði að hringja suður
og panta varahluti. Þá segir Sigurgeir við hann, að hérna stutt
frá sé nú maður sem geri ýmislegt svona lagað og að hann hafi
rennibekk og sitthvað fleira. Þá fór nú vélstjórinn að hlusta og
vildi endilega athuga hvort þessi maður gæti ekki gert við vélina.
Þetta væri bara úrbrædd lega. Og svo var náð í pabba. Vélstjórinn
sagðist geta komið með nákvæmt mál og allt svoleiðis. Sá gamli
segir, að sér sé sama þó að hann reyni þetta og fer með leguna.
Hann kemur svo aftur og vélstjórinn fer með leguna um borð
og eftir svo sem klukkutíma siglir skipið út fjörð. Þetta hafði allt
saman, með ferðalagi fram að Gili, tekið um það bil einn dag.
132