Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 75
5. Jarðabætur.
urðu með minnsta móti vegna vorkuldanna, og þess að skepn-
ur þurftu mikla og nákvæma umhirðingu, en bændur flestir ein-
yrkjar núorðið. Húsbyggingar engar, aðeins gert við það nauð-
synlegasta, nema sr. Jón byggði upp fjárhús stórt undir járnþaki
og Sigurgeir á Heydalsá stækkaði hlöðu undir járnþaki mm.
6. Verslun.
Útlend vara hækkaði heldur frá því sem var síðastliðið ár en
innlend hækkaði dálítið. Matvöruverð hjá kaupmönnum þetta:
100 p. Rúgmél 11,50, 9,16 (fjelagsverð á eptir)
Hveiti 13,oo, 11,60. Bbygg 12,oo, 9,42. Haframél 18,oo, 15,49.
Heilrís 16,oo, 11,38. Flúnnel 18,oo, 14,49.
7. Heilsufar
fólks hefur mátt heita gott, lítið um landfarsóttir eða kvefveiki.
Hálfbrjálaður varð einn maður, Finnur Jónsson á Gestsstöðum,
hefur lengi verið veill á geðsmunum, skánaði aptur. Engir hafa
dáið hjer nema gömul kona á Gestsstöðum, Guðrún Ólafsdóttir,
ekkja Friðriks Zakaríassonar. Dó úr ellilasleika.
8. Fjelög og stofnanir.
Um þau er nú fátt að segja markvert, því fremur hefur verið
dauft yfir öllu þesskonar, og raunar öllum meiriháttar fram-
kvæmdum þetta ár. Það kveður svo rammt að því, að enn eru
sumir bændur ekki farnir að bera á völl.
a. Heydalsárskólinn var dável sóttur árið sem leið, bæði krakka-
námskeiðin fyrst og síðast á vetri, og eins fyrir unglinga
um miðjan veturinn.. Nú er með flestra móti á skólanum,
sem nokkurntíma hefur verið. Kennari sami, Sigurgeir
73