Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 127
í að hafa heyrt, að pabbi sinn hefði verið vetrarpart hjá manni
á Tannstaðabakka, hann var silfursmiður. Skúli Einarsson hét
hann. Hugsanlega gæti það hafa verið byrjunin. Orðrómur var
um það að Sigmundur hafi lært þessa list utanlands, en Indriði
þvertekur fyrir það: „Það er lygi, hann fór aldrei utan, hann
lærði í Reykjavík 1905–06 og þá var hann orðinn útlærður gull-
og silfursmiður. Það þótti stórmerkilegt á þessum tíma.“
Indriði lýsti ýmsum gull- og silfursmíðaverkfærum og notkun
þeirra, og var auðheyranlega vel heima í því öllu saman: „Jú, Jú,
það voru dýr verkfæri, mest fínar tangir við víravirkin og þurfti
valsapressur til þess. Víravirkið er búið til þannig, að beinn og
sléttur vír er fyrst dreginn gegnum löð til þess að fá það mátu-
lega svert, síðan er þetta valsað og gert flatt, eins og við vitum.
Svo er það beygt með töngum og kveikt allt saman. Það var
fjöldamargt annað sem hann smíðaði: Gullhringar og allskonar
virkis nælur. Og hann gróf á þetta líka. Hann lærði leturgröft
fyrir sunnan þegar hann var þar. Hann gróf ansi lengi fram eftir
og varð aldrei skjálfhentur.
Það er dálítið til af þessum tólum ennþá. Ég hef verið að
halda þeim saman til geymslu einhvers staðar á góðum stað.“
Sigmundur var ógiftur þegar hann kom með þessi tæki heim,
en árið 1910 fór hann að búa á Enni2 móti Jóni bróður sínum.
Árið áður lét hann panta fyrir sig grip þann sem síðan var félagi
hans það sem eftir var ævinnar, rennibekkinn fræga.
Um rennibekk, járn og hvítmálm
Þeir sem kunna að hafa furðað sig á gulltólakaupum Sig-
mund ar, hefðu nú mátt undrast hálfu meira. Áður en lengra
er haldið skal þess getið að Sigmundur lærði ekkert af öðrum
í rennismíði, ekki vitund, hvorki utanlands eða innan, það full-
yrðir Indriði sonur hans.
Hvað gat komið ungum manni í föðurhúsum til að leggja fé
í rándýrt iðnaðartæki og flytja fram í lokaðan afdal, án vegar í
125
2 Skriðinsenni.