Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 153
og Ingólfsfjarðar eru innarlega á vesturströnd fjarðarins. Hafi
Seljanes ekki fylgt landnámi Ingólfs hefur það verið harla lítið.
Eiríkur snara nam land frá Ingólfsfirði til Veiðileysu.
Eiríkur hefur numið alla Trékyllisvík, þ.m.t. Krossnes og Fell og
hugsanlega Munaðarnes en síðasttalda jörðin gæti þó hafa fylgt
landnámi Ingólfs. Eiríkur hefur auk þess numið allan Reykjarfjörð
og Veiðileysu allt að Veiðileysuófæru. Í landnámi Eiríks eru að
líkindum eftirtaldar jarðir: Munaðarnes, Fell bæði, Krossnes,
Norð urfjörður, Melar, Árnes, Bær, Finnbogastaðir, Ávíkur báðar,
Reykjanes, Gjögur, Kjörvogur, Naustvík, Reykjarfjörður, Kjós,
Kúvíkur, Kambur og Veiðileysa. Ekki kemur fram í Landnámu
hvar Eiríkur bjó en talið hefur verið líklegt að hann hafi búið í
Árnesi enda bjó Flosi sonur hans þar.
Önundur tréfótur Ófeigsson nam land að ráði Eiríks snöru frá
Veiðileysuófæru til Kaldabakskleifar og þótti landnám sitt rýrt og kvað:
„Kröpp eru kaup ef hreppik Kaldbak, en ek læt akra.“
Landnám Önundar tekur við af landnámi Eiríks snöru og
nær yfir jarðirnar Byrgisvík, Kolbeinsvík, Kaldbak og Kleifar.
Ön undur bar sig illa og fékk af landnámi Eiríks Veiðileysu og
Reykjarfjörð allan og þ.m.t. Gjögur. Ef rétt er þá hefur Eiríkur
gefið meira en helming af landnámi sínu sem bendir til að hann
hafi átt eitthvað meira norðan megin sem rennir stoðum undir
151
Collingwood – Landnámsmenn sigla upp að Norðurströndum.