Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 74
lömbum kennt át snemma í nóvember til dala, en við sjávarsíð-
una lá það úti nærri fram undir jólaföstu, þó illa viðraði til þess
stundum. Hestar gengu almennt úti þar til viku fyrir jól. Við
árslok er gjafatími orðinn þetta: kýr 13 v. fje 3 v. og hross 2 v.
3. Heyskapur.
Grasspretta varð í góðu meðallagi er áleið sumar, einkum á
engjum. Töður víðast miklu minni en í fyrra. Fjallgras venju
fremur seint. Sláttur var byrjaður seint, 16. – 18. júlí, vegna þess
hve seint gréri, og svo varð sjálfhætt heyskap ½ mán. fyrir leitir
vegna óveðráttu. Var heyskapur að vöxtum hjer um bil í með-
allagi. Taða þornaði seint og er því víða ekki rjett vel verkuð.
Úthey nokkru betri, þó ekki rjett góð. Í haustrigningunum
miklu hafa hey skemmst mjög mikið nema hjá þeim sem hafa
járnþaktar hlöður. Er því að búast við að þau verði ódrjúg. Í rok-
unum fyrir leitirnar fauk sumstaðar talsvert af heyi. Ásetningur
mun nú vera með knappasta í hreppnum.
4. Afli.
Hákarl aflaðist talsvert á Smáhömrum, annarsstaðar ekki reynt
fyrir hann hjer við fjörðinn. Hrognkelsa afli mikill beggja megin
fjarðarins yst. Fiskur og síld kom seint í júlí, og var ágætur afli
hjá þeim, sem róðra gátu stundað í sumar og framanaf haust-
inu, og reyta fram undir jólaföstu, en notaðist ekki vegna ógæfta
og beituskorts uppá síðkastið. Smokkfiskur dróst um tíma. Þessi
góði og óvanalega langvarandi afli notaðist þó ekki hjerlendum
eins og búast hefði mátt við, bændur gátu ekki almennt gefið
sig við róðrum meðan heyskapur stóð yfir, svo koma til fjallskil
og sláturtíð. En eptir leitir fór að draga úr afla og svo voru tíðar
ógæftir. Jeg veit ekki um hlutarhæð hjá mönnum hjer, en mun
hafa verið talsvert betri en í fyrra. Ísfirðingar ofl. mökuðu hjer
vel krókinn í sumar, reru hjer bæði árabátum og hjeldu úti mót-
orum, stundum 5 eða fleiri.
72