Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 68
sem við Áskell sváfum í, en þreytan sagði til sín. Þarna máttum
við sofa til kl. 7:30. Það var búið að panta Guðmund kl. 8, til að
aka okkur upp að Kolviðarhóli.
Um morguninn fengum við bara kaffi, lítill svefn (tveir og
hálfur tími). Guðmundur mættur eins og til stóð og aftur lagt
af stað. En Adam var ekki lengi í paradís, bíllinn komst ekki
lengra en að Lögbergi, allt kolófært því snjó hafði kyngt niður
um nóttina. Aftur varð að taka til skíðanna og ganga það sem
eftir var upp að Kolviðarhóli. Þegar þangað kom var heldur
naumur tími til að prófa hvaða áburð myndi passa undir skíðin,
en Jóhann var þvílíkur snillingur að finna hvað hentaði best. Nú
varð að hafa hraðar hendur, skipta um föt, koma sér í gönguföt-
in því skíðalandsmótið átti að hefjast fljótlega með fyrstu 4x10
km boðgöngu sem haldin var á Íslandi. Það voru 6 sveitir sem
kepptu á þessu skíðalandsmóti í boðgöngu og það í fyrsta skipti,
en þær voru Standamenn, Ísfirðingar, Siglfirðingar og 3 sveitir
frá Þingeyjasýslum. Jóhann Standamaður raðaði niður sínum
mönnum, fyrstur fór Halldór, annar Áskell, þriðji Bjarni og fjóði
Jóhann. Við vorum 6 sem störtuðum í einum hnapp, ég var
heppinn með smurningu á skíðunum enda ráðlagði Jóhann til
um það hvað skyldi nota. Náði ég fljótt forystu og var kominn
nokkuð vel á undan. Gangan var þannig að farið var frá Hólnum
í átt að skíðasvæði í Hamragili, svo í átt að Hengli upp með hlíð-
inni yfir gilskorninga og þaðan uppá flákann, síðan niður langa
brekku sem var um 1,5 – 2 km og þaðan niður á jafnsléttu og
beint á Kolviðarhól. Ég var kominn nokkuð vel á undan og ætl-
aði að ná góðum hraða niður seinna gilið og uppí brekkuna á
móti. Þá verð ég fyrir því óláni að skíðið á hægri fæti fer undir
skarfenni og brotnar framan af því. Þvílík vonbrigði og rétt
hálfnaður með gönguna og það vel á undan keppinautunum en
nú voru góð ráð dýr. Ég fylltist þvílíkri reiði og sárindum að vera
niður á botni á gilinu, eiga eftir að ganga upp brekkuna, fara
niður flákann og svo það sem var eftir af göngunni á jafnsléttu.
Þetta var skelfileg staða eins og búið var að hafa fyrir að komast
á skíðalandsmótið. NEI, NEI, NEI, heldur skyldi ég dauður liggja
en að gefast upp og ekki nóg með það, félagar mínir sem biðu
eftir mér og taka við, þetta var skelfileg staða, það fór margt í
66