Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 68

Strandapósturinn - 01.06.2006, Side 68
sem við Áskell sváfum í, en þreytan sagði til sín. Þarna máttum við sofa til kl. 7:30. Það var búið að panta Guðmund kl. 8, til að aka okkur upp að Kolviðarhóli. Um morguninn fengum við bara kaffi, lítill svefn (tveir og hálfur tími). Guðmundur mættur eins og til stóð og aftur lagt af stað. En Adam var ekki lengi í paradís, bíllinn komst ekki lengra en að Lögbergi, allt kolófært því snjó hafði kyngt niður um nóttina. Aftur varð að taka til skíðanna og ganga það sem eftir var upp að Kolviðarhóli. Þegar þangað kom var heldur naumur tími til að prófa hvaða áburð myndi passa undir skíðin, en Jóhann var þvílíkur snillingur að finna hvað hentaði best. Nú varð að hafa hraðar hendur, skipta um föt, koma sér í gönguföt- in því skíðalandsmótið átti að hefjast fljótlega með fyrstu 4x10 km boðgöngu sem haldin var á Íslandi. Það voru 6 sveitir sem kepptu á þessu skíðalandsmóti í boðgöngu og það í fyrsta skipti, en þær voru Standamenn, Ísfirðingar, Siglfirðingar og 3 sveitir frá Þingeyjasýslum. Jóhann Standamaður raðaði niður sínum mönnum, fyrstur fór Halldór, annar Áskell, þriðji Bjarni og fjóði Jóhann. Við vorum 6 sem störtuðum í einum hnapp, ég var heppinn með smurningu á skíðunum enda ráðlagði Jóhann til um það hvað skyldi nota. Náði ég fljótt forystu og var kominn nokkuð vel á undan. Gangan var þannig að farið var frá Hólnum í átt að skíðasvæði í Hamragili, svo í átt að Hengli upp með hlíð- inni yfir gilskorninga og þaðan uppá flákann, síðan niður langa brekku sem var um 1,5 – 2 km og þaðan niður á jafnsléttu og beint á Kolviðarhól. Ég var kominn nokkuð vel á undan og ætl- aði að ná góðum hraða niður seinna gilið og uppí brekkuna á móti. Þá verð ég fyrir því óláni að skíðið á hægri fæti fer undir skarfenni og brotnar framan af því. Þvílík vonbrigði og rétt hálfnaður með gönguna og það vel á undan keppinautunum en nú voru góð ráð dýr. Ég fylltist þvílíkri reiði og sárindum að vera niður á botni á gilinu, eiga eftir að ganga upp brekkuna, fara niður flákann og svo það sem var eftir af göngunni á jafnsléttu. Þetta var skelfileg staða eins og búið var að hafa fyrir að komast á skíðalandsmótið. NEI, NEI, NEI, heldur skyldi ég dauður liggja en að gefast upp og ekki nóg með það, félagar mínir sem biðu eftir mér og taka við, þetta var skelfileg staða, það fór margt í 66
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.