Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 62
fengu rafmagn þegar á því ári, Klúkuskóli og bærinn Klúka, aðr-
ir bæir í Bjarnarfirði fengu síðan rafmagn á næstu árum. Rafmagn
var síðan lagt að Kaldrananesi árið 1972.8
Miðhluti Strandasýslu fékk rafmagn á 8. tug 20. aldar. Há-
spennulína var lögð frá Hólmavíkursvæðinu til Þambárvalla
ár ið 1974. Enn meiri framkvæmdir voru á árinu 1977. Þá var
há spennulína lögð yfir Trékyllisheiði norður í Árneshrepp,
43,6 km, einn vír og jörð. Einnig var lögð háspennulína að Hróf-
bergi.9 Í framhaldi af þessu var rafmagn síðan lagt heim á býli í
Staðardal og grennd og í Árneshreppi. Orkubú Vestfjarða yfirtók
þessar háspennulínur og dreifiveitur um byggðir hinn 1. janúar
1978.
Um 1980 var svo komið að rafmagn hafði verið leitt heim á að
minnsta kosti langflest byggð býli í Strandasýslu. Hér verður því
litið svo á að þá hafi rafvæðingu sýslunnar verið lokið, áfram var
raunar unnið að endurbótum og rafafl aukið á svæðinu. Lögn
háspennulínu norður í Árneshrepp verður talin marka tímamót
og saga viðhalds og endurbóta frá síðari tímum verður geymd til
betri tíðar.
Stutt yfirlit
Systkinin í Fjarðarhorni í Hrútafirði, Guðmundur Ögmundsson
og Kristín Ögmundsdóttir, raflýstu bæ sinn árið 1920 og voru
þannig brautryðjendur um hagnýtingu vatnsorku í sýslunni.
Nokkrir fylgdu í kjölfarið á næstu áratugum, hinir fyrstu þó heil-
um áratug síðar en systkinin komu sér upp rafstöð. Á árunum
1919–1940 var komið upp olíuaflstöðvum í kauptúnum sýslunn-
ar. Þar var hlutur kaupfélaga og sveitarfélaga stór, Strandamenn
hafa raunar lengi haft á sér orð fyrir að aðhyllast samvinnustefnu.
Nokkur breyting varð á orkuöflun á stríðsárunum síðari. Þá
komu allmargir sér upp vindrafstöðvum. Þær virðast hafa verið
flestar í Bitrunni og í Bjarnarfirði og Kollafirði. Heimildir skort-
60
8 Ársskýrsla RARIK 1971, bls. 15. 1972, bls. 15.
9 Ársskýrsla RARIK 1974, bls. 15. 1977, bls. 17.