Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 83
frá sama bæ, Guðmundur Guðmundsson frá Ingólfsfyrði, Gísli
Gíslason frá Bæ, Jónathan Jónathansson frá Finnbogastöðum.
Enn er eg var nýkominn í Búðina, kom maður á Báti innan úr
kaupstað. Það var Pjetur bóndi Magnússon frá Draungum, faðir
Jóns formanns er fyrr var nefndur, gékk eg þá til sjáfar og setti
með honum bátinn, eptir það fórum við inn í búðina og drukk-
um þar Kaffi með Brennivíni. Að því búnu fóru þeir feðgar
Pjetur og Jón út úr búðinni, enn eg sat eptir hjá búðarmönnum,
og var að tala við þá. Litlu síðar fór eg út, að vita hvað manninum
liði, sem eg beið eptir, heirði eg þá að menn vóru að tala saman,
vestan til við búðina og varð mér Reikað þángað, og sá eg að það
vóru þeir feðgar Pjetur og Jón. Ávarpaði Pjetur mig þá að fyrra
bragði, þannig: að nú skildi hann borga mér það sem eg hefði
hjálpað Guðmundi Ólafssyni, so hann hefði ekki gétað komið
honum frá Draungum, (fyrir nálægt 8 árum.) Sagði Pjetur, að
Jón sonur sinn væri nú orðinn svo mikill maður, að hann gæti
hjálpað sér til að ,,Klekkja” á mér, enn ég svaraði því fáu. Nú
geingum við heim að búðardyrunum, og vildi ég heim frá búð-
inni til bæjarins, og sagðist ætla að leita mér þar Gistingar, bauð
Guðmundur Magnússon mér þá að vera í búðinni, enn eg ætlaði
ekki að þiggja það, þegar eg sá og heirði hvorn hug þeir feðgar
Pjetur og Jón höfðu látið í ljós. Frýaði Pétur mér þá hugar með
ýmsum særingarorðum, og spurði hvort eg væri so hræddur að
eg þyrði ei að gánga inn í búðina, og sagði eg það ekki vera, og
datt mér ekki annað í hug enn eg gæti farið út aftur, þegar eg
vildi, fór eg þá inn og drakk þar enn Brennivín, so eg var orðinn
dálítið drukkinn, og dvaldi eg þar fram á kveldið. Þá tók Pjetur
til að skamma mig, og stríða mér á allar síður, hverju ég svaraði
hægt, eptir því sem nér fanst vera, og stirkti þá Jón formaður
Pjetur föður sinn í því. Tók þá Pjetur í skéggið á mér, og hristi
mig til, með espandi orðum, og mörgum tilraunum að eg reidd-
ist, enn það tókst honum ekki, nema að við Jón Pjetursson hrifs-
uðum saman lítið eitt á loptinu, og fjell eg þá, og kjendi til í
öðru lærinu snöggvast, enn það leið úr aptur, vildi eg þá fara út
úr búðinni og vera þar ekki lengur, enn mér var varnað þess,
færði eg mig þá inn að rúmi Guðmundar formanns og settist þar
á Koffort, og elti Pjetur mig þangað með hinu sama áframhaldi.
81