Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 124
Lystitúr inn í Bitru
Nú nýlega var ég eitt sinn sem oftar að flækjast á Hólmavík
og slóst í för með tengdasyni mínum, Gunnlaugi Bjarnasyni
vél virkja, inn í Bitru. Hann kvaðst þurfa að aðstoða bónda þar
við pípulögn og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér. Hann
yrði enga stund. Jú, jú, ég þóttist hafa töluverðan áhuga á því og
lét tilleiðast. Förinni var heitið að bænum Árdal. Þegar þangað
kom, sá ég hvar 2 menn gengu út úr skála miklum og áttaði mig
á að þar færi Indriði sonur Sigmundar á Gili ásamt Einari syni
sínum. Þarna á hlaðinu fann ég að ekki fór á milli mála að enn
gengi ég með rennibekk í maganum.
Mér hefur alltaf fundist alveg ótækt, að hvergi megi lesa neitt
samfellt um Sigmund og hans merka þátt í tilverunni í Bitr-
unni á liðinni öld. Ég hef satt að segja beðið árangurslaust eftir
breytingu þar á. Þegar ég nú af hreinni tilviljun rakst fram að
Einfætingsgili, reyndar þó að Árdal, sem þar er nýsprottinn upp
sem nýbýli á bæjarhlaði Gils, og hitti þar Indriða bónda fyrir,
fróðan vel um æfi föður síns, fannst mér á stundinni það vera
köllun mína að sjóða saman greinarstúf um málið. Við það gæti
ég stuðst við áratugagömul áhrif sem ég varð fyrir, krakki, af
umtali um manninn bæði á Hólmavík og í Kolla firði. Án þeirra
víxláhrifa hefði ég hvorki þekkingu né áhuga til að skipta mér
af þessu máli.
Læt ég nú ekki hjá líða, úr því að ég af eintómum tilviljunum
hef komist yfir fáein atriði um Sigmund, að reyna að setja þau í
samhengi og koma þeim kannski frá mér. Það vil ég þó taka skýrt
fram, að aldrei hafði mér til hugar komið að skrifa eitt eða neitt
um þetta efni fyrr en ég hafði hitt Indriða Sigmundsson heima
hjá honum í Árdal og fundið hvað hann hafði til málanna að
leggja og að hann var auk þess fús til þess að segja frá.
Uppi í rjáfri með Indriða
Nú eða aldrei var tækifærið til að skoða undratækið. Skyldi
það annars vera til enn? Aldrei aftur hafði mér gefist kostur á að
122