Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 34
enda landkostir góðir, einkum fyrir sauðfje, svo að óvíða myndu
aðrir betri á landi hjer. En er harðindi dyndu yfir og hafísar legð-
ust að landinu, lokuðu öllum höfnum og skipaleiðum og þektu
öll fiskimið, væri sem engin atorka kæmi að haldi, engir viðburð-
ir dygðu, öll sund sýndust lokuð og allar bjargir bannaðar.
Fyrra atriðið er enn í gildi, en hvað síðara atriðið snertir, eru
menn nú betur brynjaðir fyrir, eftir því sem samgöngur hafa
batn að og ræktun landsins aukist.
Hafísinn, þann erkióvin, hefur ekki borið hjer að landi neitt
verulega síðan 1918, en þá var ísbreiða fyrir öllu Norðurlandi,
rak inn Húnaflóa og Steingrímsfjörð, en komst ekki að landi
innfjarðar, því frost voru svo mikil, oft um 30 stig á Celcius, að
Steingrímsfjörð lagði á móti. Var lagnaðarísinn svo þykkur og
sterkur að farið var um Steingrímsfjörð með hesta og sleða til
Hólmavíkur að sækja björg í bú.
Eins og fyrr segir hafa Strandasýslubúar stundað jöfnum hönd-
um landbúnað og sjávarútveg alt frá landnámstíð. – Áður fyrr
stunduðu bændur bæði landbúnað og útgerð, nú er verkaskipt-
ingin orðin gleggri, bændur stunda nær eingöngu landbúnað,
en aðrir hafa lífsafkomu sína að mestu af sjávarútvegi.
Um miðja 19. öld er Gjögur aðalútgerðarstöð hjer við Húna-
flóa, Þaðan voru stundaðar hákarlaveiðar, þorsk- og flyðruveiðar,
og þótti fengsæl verstöð. Hákarlaveiðin byrjaði jafnan fyrri hluta
febrúarmánaðar eða síðar eftir tíðarfari. Fram undir 1840 þekt-
ust ekki stærri skip á Gjögri en sexæringar, en úr því var farið að
smíða áttæringa og síðar teinæringa. Á þeim skipum voru 8–10
menn eftir stærð þeirra. Hver skipshöfn hafði sína búð, sem
bygð ar voru úr torfi og grjóti og óupphitaðar. Geta má nærri að
oft hefur verið köld aðkoma að loknum sjóferðum, sem höfðu
staðið yfir svo sólarhringum skifti og oft í kafaldsbyljum og frosti.
Þá þektust ekki upphitunartæki nútímans: Ofnar, eldavjelar og
prímusar. Annar aðbúnaður var eftir þessu. Á þeim tíma höfðu
menn skrínukost. Úr mjölinu voru gerðar kökur heima áður en
farið var í verið. Voru þær harðbakaðar, til þess að þær þyldu
betur langa geymslu án þess að skemmast eða mygla. Geta má
nærri, að kaldsamt hefur verið að matast úr kaldri skrínu sinni á
hafi úti í kafaldsbyljum og frosti.
32