Strandapósturinn - 01.06.2006, Blaðsíða 65
unum og þurfti ég að bera þau
megnið af leiðinni á staðinn.
Loks komst ég uppí brekkurnar,
þar sem strákarnir voru að æfa og
þótti mér mikið til koma að sjá þá
koma fljúgandi ferð niður brekk-
una. Þegar Magnús sá mig koma
með skíðin á öxlunum spurði
hann hvað amaði að, ég sýndi
honum skíðin, skóf hann snjóinn
undan skíðunum og bar undir
þau einhvern áburð, þá var ekki
að sökum að spyrja. Ég fór á fljúg-
andi ferð niður brekkuna, svo
ekki var við neitt ráðið, steyptist
beint á hausinn, gúmmi skórnir
sitt í hverja áttina, skíðin runnu
niðurá jafnsléttu og ég stóð á
sokkaleistunum í skafli langt uppí
brekku, en þetta horfði til betri vegar þegar fram liðu stundir.
Það var mikill áhugi á allskonar íþróttum í Bjarnarfirði á
árunum frá 1940 og allt fram undir 1970 eða um það bil. Þá var
nokkuð af ungu fólki í Kaldrananeshreppi á þessum tíma, síðan
fór unga fólkið að fara að heiman, því ekki dugði að leika sér í
í tíma og ótíma eins og gamla fólkið sagði. Útbúið var æfinga-
svæði fyrir frjálsar íþróttir á stórri grund við Bjarnarfjarðará í
landi Klúku, þar var afmarkaður knattspyrnuvöllur, stökkgryfjur
og hlaupabraut. Þar voru haldin íþróttamót sem sótt voru víðs-
vegar úr nærliggjalndi hreppum. Skíðin voru í fyrirrúmi.
Árið 1948 var ákveðið að senda tvo menn á skíðamót Íslands
sem haldið var suður á Kolviðarhóli. Það voru þeir Jóhann Jóns-
son frá Kaldrananesi og Ingibjörn Hallbertsson frá Veiðileysi í
Árnes hreppi. Þetta var mikil frægðarför hjá þeim báðum, því
þeir urðu Íslandsmeistarar, Jóhann í 18 km göngu og Ingibjörn í
15 km göngu. Þetta var aldeilis upplyfting fyrir okkur sem heima
vorum, enda var æft stíft því nú skyldi tekið á því fyrir næsta
vetur.
63
Jóhann Jónsson keppti á Skíða-
landsmótum 1945, 1947, 1948,
1949, 1950 og 1951. Vestfjarða-
meistari 1946 í skíðagöngu.