Saga - 2016, Blaðsíða 21
Það má því ætla að í Reykjavík hafi ríkt einhver vitund um sam-
kynhneigð kvenna um og eftir miðja 20. öldina, en erfitt er að segja
til um hversu almenn og útbreidd hún var, sér í lagi utan borgar-
markanna. Þó má slá því föstu að hún hafi verið umtalsvert minni
en vitundin um samkynhneigð karla. Samkynhneigðar konur stóðu
ávallt í skugga karlanna, jafnvel eftir að umræðan um samkyn -
hneigð jókst þó til muna þegar fyrstu samtök samkynhneigðra á
Íslandi, Iceland Hospitality og Samtökin ’78, voru stofnuð á síðari
hluta áttunda áratugarins. Ýmsir hafa gantast með fæð lesbía á
Íslandi á þessum tíma, eins og framangreind saga Dagnýjar krist -
jáns dóttur ber með sér.27 Veturliði Guðnason, einn stofnenda Iceland
Hospitality, bréfaklúbbs homma sem starfaði á árunum 1976–1978,
rifjaði einnig upp stofnun félagsins á þennan veg: „Menn þurftu að
ræða margt og meðal annars var hafin skipuleg leit að lesbíum; fréttir
fengust af einni í Hafnarfirði en annars reyndust þær ekki vera
til.“28
Slíkt orðalag gengur vissulega gegn ríkjandi hugmyndum um
samkynhneigð í nútímanum en það er í raun ekki ýkja langt frá
raunveruleika lesbía á Íslandi á áttunda og níunda áratugnum.
Sumarið 1985 ritaði Guðni Baldursson, þáverandi formaður Samtak -
anna ’78, lesendagrein í Morgunblaðið, í tilefni af Frelsisdegi homma
og lesbía 27. júlí, þar sem hann hvatti samkynhneigða til að „koma
út úr skápnum“ eins og það er kallað: „Við lesbíur og hommar
verðum að gerast sýnilegur hluti samfélagsins. … Við verðum að
sjást svo að enginn megi vaxa upp við þá blekkingu að hann sé eini
homminn eða eina lesbían í veröldinni.“29 orð Guðna endurspeglast
í mörgum heimildum þessarar greinar eins og síðar verður fjallað
nánar um. konur sem áttuðu sig á því, á áttunda og níunda ára-
tugnum, að þær löðuðust að öðrum konum lýsa því endurtekið að
þær hafi talið sig einar á báti og haft litla sem enga vitneskju um
aðrar konur í sömu stöðu.30 Þar sem bæði Samtökin ’78 og Iceland
lesbía verður til 19
27 Dagný kristjánsdóttir, „Gangið stolt inn um gleðinnar dyr …“, bls. 6.
28 Veturliði Guðnason, „Úr grasrót á griðastað“, 30: Afmælisrit Samtakanna ’78.
Ritstj. Þóra kristín Ásgeirsdóttir (Reykjavík: Samtökin ’78 2008), bls. 16–19,
einkum bls. 17.
29 Morgunblaðið 16. júlí 1985, bls. 35.
30 Sjá t.d. Viðtal. Anni Haugen 10. maí 2016; Viðtal. Lana kolbrún eddudóttir 20.
júní 2016; Viðtal. Ragnhildur Sverrisdóttir 23. maí 2016; „Hommar og lesbíur
nútímans — er áratugabarátta unnin fyrir gýg sökum Aids?“ Mannlíf 2. árg. 7.
tbl. (desember 1985), bls. 40–54, einkum bls. 47.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 19