Saga - 2016, Blaðsíða 174
Saga LV:2 (2016), bls. 172–182.
sólveig ólafsdóttir
Ég datt um stein
Leyndardómurinn um Björgu Hallgrímsdóttur
Það var um miðjan júní árið 2013, á góðviðrisdegi, að ég skrapp heim úr
vinnunni til að borða síld og brauð og drekka te með Kirkjugarðsmanninum
mínum. Þetta gerðum við hjónin iðulega þegar vel stóð á hjá báðum og
þetta var góð leið til að standa aðeins upp frá annasömum störfum, anda að
sér bensínlyktinni af Hringbrautinni og heyra sögur úr kirkjugarðinum.
Þessi tími, frá byrjun júní fram að þjóðhátíðardeginum 17. júní, er annasam-
asti tíminn í kirkjugörðum á Reykjavíkursvæðinu, ekki síst í Hólavallagarði
sem þarf að skarta sínu fegursta þegar hinum árlega kransi frá Reykvík -
ingum er skutlað á leiði Jóns Sig.
Fréttirnar sem komu úr kirkjugarðinum þennan góða veðurdag voru
helstar þær að Leiðishafinn, kona á miðjum aldri sem sinnir grafreit
ættingja sinna í Hólavallagarði af mikilli skyldurækni, hafi mætt um
morguninn og beðið Kirkjugarðsmanninn að fjarlægja pikkfasta stein-
völu úr steypta grafreitnum hennar um leið og hann háþrýstiþvægi
nafnaplöturnar tvær sem eru á reitnum. Nú kann einhver að spyrja
sig hvort að það sé frétt að umsjónarmaður Hóla vallagarðs sé beðinn
að fjarlægja stein sem er til óþurftar í grafreit. Svarið er já, sérstaklega
í gömlum kirkjugarði eins og Hóla valla garði. Ástæðan er sú að í
gömlum reitum er yfirleitt ekkert nema það sem mannskepnan hefur
meðvitað komið þar fyrir. Þetta var eiginlega svo forvitnilegt að ég
gekk í vitlausa átt úr hádegismatnum, þ.e, í humátt á eftir Kirkju -
garðs manninum út í garð til að skoða þennan huldustein.
Þegar komið var að reitnum, sem er í miðju frekar óskipulagðs
hluta af reit R–2 09, nánast fyrir miðju garðsins eins og hann er núna,
gerði ég mér lítið fyrir og steig inn fyrir lágan hliðarkant en hrasaði
um stein nibbu sem stóð upp úr jarðveginum rétt fyrir innan kantinn.
Fyrstu kynni mín af steininum góða voru sumsé að hnjóta um
hann!
Kirkjugarðsmaðurinn tók við og hreinsaði jarðveginn frá steinin -
um og smátt og smátt kom í ljós það sem okkur grunaði, að steinn-
inn var þarna ekki frá náttúrunnar hendi heldur var um að ræða
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 172