Saga - 2016, Blaðsíða 168
urnar á eigin kostnað.79 Miðað við að 600 eintök fóru til heftingar
hafa ekki miklu færri en 600 eintök legið í prent smiðjunni, jafnvel
þótt gert sé ráð fyrir vanhöldum. Þegar eintökin úti á landi og þau
sem voru á Leirá bætast við má ætla að ekki færri en 800 eintök hafi
verið óseld. Á hálfu öðru ári höfðu samkvæmt þessu selst um það
bil 350 eintök eða 30% upplagsins.
Theodór skrifaði Jóni Árnasyni 15. apríl 1869 og vildi vita hvort
einar hefði keypt bækurnar. Við arfaskiptin hafði hann ekki talið
þær með tekjum búsins heldur aðeins „getið um að búið ætti þær,
því það á að gjöra við þá hluti, er menn eigi geta selt, en dánarbú þó
eiga.“ enginn gat þá vænt hann um að hafa ætlað að „stinga því
undir stól“. Honum þótti best fara á því að einar keypti bækurnar,
enda var „eigi til nokkurs hlutar að fara að bjóða þær upp í Rvík;
það fæst ekkert fyrir þær“.80 Jón sendi honum drög að samningi við
einar, sem ekki vildi borga með peningum, og 19. apríl lá úrskurður
sýslumanns fyrir: „ergo: við seljum ekki.“81 Þann 2. maí sendi
Theodór Jóni heimild til að sækja það sem til var af Pilti og stúlku í
prentsmiðjuna og vonaði að hann sleppti bókunum, enda hefði
hann ekki rétt til að halda þeim, því prentsmiðjan hefði sitt veð í
Leirárgörðum.82 Þegar Jón svo spurði sýslumann, 29. október, um
sölu á kvæðasafni Jóns Thoroddsens til bókmenntafélagsins í
kaupmannahöfn fékk hann það svar að á skiptafundi hefði verið
samþykkt að ekkjan og börnin fengju handritið og það sem eftir
væri af upplagi bókanna.83 Þann 4. febrúar 1870 bað Jón Árnason
nýjan sýslumann, Preben Bøving, um vottorð þess efnis að ekkja og
erfingjar hefðu „full umráð og rétt til að ráðstafa handritum og
kvæðasafni hans, samt afleifum upplagsins af „Snót“, „Pilt og
stúlku“.“84 engar bækur voru tilgreindar við skráningu fátæklegra
már jónsson166
79 SÁM. NkS 3010 4to. Bréfasafn Jóns Árnasonar, askja 17: eggert Theodór
Jónassen, nr. 3.
80 SÁM. NkS 3010 4to. Bréfasafn Jóns Árnasonar, askja 17: eggert Theodór
Jónassen, nr. 7.
81 SÁM. NkS 3010 4to. Bréfasafn Jóns Árnasonar, askja 17: eggert Theodór
Jónassen, nr. 5.
82 SÁM. NkS 3010 4to. Bréfasafn Jóns Árnasonar, askja 17: eggert Theodór
Jónassen, nr. 10. Heimildin er nr. 9.
83 SÁM. NkS 3010 4to. Bréfasafn Jóns Árnasonar, askja 17: eggert Theodór
Jónassen, nr. 11.
84 SÁM. NkS 3010 4to. Bréfasafn Jóns Árnasonar, askja 17: eggert Theodór
Jónassen, nr. 13; sbr. 12.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 166