Saga - 2016, Blaðsíða 166
því Piltur og stúlka gæfi honum „litla peninga upp í skuldina.“72
Þann 5. nóvember 1867 tók Friðrik Guðmundsson tíu eintök af bók-
inni upp í bókbandsskuld (8 rd. 32 sk.), sem hann vafalítið hefur
ætlað sér að selja. Í janúar 1868 pakkaði hann ótilgreindum fjölda
eintaka til sendingar. Fyrir það tók hann 1 rd. 54 sk. og skuldaði Jón
honum þá 2 rd. 80 sk.73
Í uppgjöri á tveimur blöðum, dagsettum 31. desember 1868, til-
greinir einar Þórðarson viðskipti vegna bókarinnar, annars vegar
fyrir bóksölu á eigin vegum og hins vegar fyrir prentsmiðjuna. Þann
14. janúar 1868 höfðu verið hjá honum 136 eintök af Pilti og stúlku á
80 sk. hvert, eða 113 rd. 32 sk. alls, auk tíu kvæða til Jóns Sigurðs -
sonar á 20 sk. samanlagt. einnig voru „til góða“ 12 rd. 77 sk., þannig
að Jón Thoroddsen átti hjá honum 126 rd. 33 sk. Þann 31. desember
voru 120 eintök eftir, metin á 100 rd., og kvæðin tíu, en jafnframt
reiknaði einar sér 25% sölulaun af 13 rd. 32 sk., eða 3 rd. 32 sk.
Mismunurinn (10 rd.) og það sem hafði verið til góða rann nú til
prentsmiðjunnar. Sama upphæð (22 rd. 77 sk.) kemur fram sem
„andvirði fyrir Pilt og stúlku“ frá einari í hinum reikningnum og að
henni frádreginni var skuld Jóns við prentsmiðjuna 113 rd. 6 sk. í
árslok 1868.74 Samkvæmt þessu hefur einar árið 1868 selt 16 eintök
af Pilti og stúlku, haldið sölulaunum og látið prentsmiðjuna fá af -
gang inn. Upphæðin sem var til góða frá árinu á undan gæti þýtt 20
eintaka sölu, sem hefði gefið af sér 12 rd. 48 sk. Þeir 29 sk. sem þá
vantar hafa ef til vill verið tekjur af kvæðinu til Jóns Sigurðssonar.
Þarna eru þá komin 70 eintök árið 1867 og 16 árið eftir. Fleiri hafa
án efa selst í Reykjavík og önnur verið send út á land. Vísbendingar
þar að lútandi má sjá í tveimur bréfum sem Theodór Jónassen, eftir -
maður Jóns í embætti sýslumanns og skiptaráðandi dánarbúsins,
fékk til afgreiðslu. Víst er að Jón sendi Páli Hjaltalín, kaupmanni í
Stykkishólmi, 14 eintök af Pilti og stúlku en 1. nóvember 1868 lágu
þau hjá honum óseld „af því að af þeim var komið hér mikið, sem
ýmsir aðrir höfðu til sölu.“ Hann bað skiptaráðanda um að segja sér
hvað hann ætti að gera: „hvort heldur að láta þau bíða ef nokkuð af
þeim kynni að seljast með tímanum, og ég þá af verði þeirra tæki
már jónsson164
72 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 292.
73 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Borg.Mýr. eD2/8. Dánarbú Borgarfjarðarsýslu 1868, örk 1,
bl. 223.
74 Sama heimild, bl. 10 og 149. Reikningur fyrir þinglýsingu á skuldabréfi vegna
bókarinnar er bl. 160.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 164