Saga - 2016, Blaðsíða 115
holur kassi og grófur strengur 113
list“ en því miður kemur ekki fram hvaða hljóðfæri það var eða
voru.19
Jón Ólafsson úr Grunnavík (1705–1779) tók m.a. saman íslensk-
latneska orðabók sem aldrei hefur verið gefin út en er varðveitt í
handriti í níu stórum bindum í Árnasafni (AM 433 fol.).20 Í orðabók-
inni er að finna lýsingu á hljóðfærinu bumbu sem hljóðar svo í
þýðingu Ólafs Davíðssonar:21
eg hefi einhversstaðar séð hljóðfæri nokkurt á Íslandi, sem ekki var
ósvipað fiðlu eða lángspili að lagi og leingd, en undir streingjunum,
sem voru tveir, ef eg man rétt, voru einn eða tveir uppblásnir belgir
(eða blöðrur), sem gáfu frá sér dimt boms, þegar leikið var. Hljóðfæri
þetta kallaði stúlkan, sem lék á það, og heimilisfólkið bumbu.22
Lýsingin á hljóðfærinu minnir mjög á það sem nefnist bumbass á
þýsku (fr. basse de Flandre; e. bladder and string) og þekktist og var
leikið á víða í evrópu fram á 19. öld.23 Hljóðfærið var oftast notað til
undirleiks við söng og sjálfsagt hefur það einnig verið notað þannig
hér á landi.
Jakob Benediktsson bendir á að orðabók Jóns sé merkilegust fyrir
þær heimildir sem hún veitir „um hversdagsleg fyrirbæri íslensks
19 Þórunn Sigurðardóttir, Heiður og huggun. Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á
17. öld. Rit 91 (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
2015), bls. 261.
20 Um orðabók Jóns sjá Jakob Benediktsson, „Glíman við orðabók Jóns Ólafs -
sonar“, Hræringur úr ritum Grunnavíkur-Jóns. Erindi flutt á málþingi um Jón Ólafs -
son úr Grunnavík laugardaginn 16. apríl 1994 (Reykjavík: orðmenn og Góðvinir
Grunnavíkur-Jóns 1994), bls. 19–22; Guðrún kvaran, „AM 433 fol. orða bókar -
handrit Jóns úr Grunnavík og sögulegar orðfræðirannsóknir“, Góssið hans
Árna. Minningar heimsins í íslenskum handritum. Ritstj. Jóhanna katrín Friðriks -
dóttir (Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 2014), bls.
97–110.
21 Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur II, bls. 269–270.
22 Textinn í orðabókinni hljóðar þannig: extat instrumentum qvoddam musicum,
ut aliqvo loco in Islandia vidi, non dissimile Fidlu vel Langspili, qvod ad form-
am et longitudinem; sed sub fidibus (si rectè recordor, et qviduo erant) vesica
una vel duæ erant vento inflatæ et turgentes, qvæ tactis fidibus bombosum
soni mugitum edebat. Hoc instrumentum fæmina, qvæ eò utebatur, et domes-
tici Bumba vocabant.
23 Vef. Anthony C. Baines, „Bumbass“, Grove Music Online. Oxford Music Online.
oxford University Press, sótt 26. júní 2016: http://www.oxfordmusiconline.
com/subscriber/article/grove/music/04311?q=Bumbass.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 113