Saga


Saga - 2016, Blaðsíða 12

Saga - 2016, Blaðsíða 12
á þeim forsendum að samkynhneigðir hefðu alltaf verið hluti af mannlegu samfélagi sem hefði þaggað tilvist þeirra niður. Saga homma og lesbía sór sig í ætt við kvennasögu þar sem lögð var áhersla á að finna ummerki um konur, sem höfðu verið fjar- lægðar af spjöldum sögunnar, og ljá þeim rödd. Á níunda og tíunda áratugnum vék kvennasagan fyrir kynjasögu sem leggur áherslu á að greina kynjuð völd og valdatengsl, áhrif þeirra á stöðu karla og kvenna í fortíðinni og tengsl þeirra við menningarbundnar hug- myndir um karlmennsku og kvenleika. Á svipaðan hátt er saga kyn- verundar afbyggjandi að því leyti að hún afhjúpar og greinir valda- formgerðir, skoðar óstöðugleika og innri mótsagnir hugmynda um kynverund og hugtaka á borð við samkynhneigð og gagnkyn - hneigð. einnig beinir hún sjónum að því hvernig þessi fyrirbæri birtast á ólíkan hátt á milli tímabila og menningarheima.4 Hér verður saga kynverundar og samkynhneigðar á Íslandi skoðuð í samhengi við almenna þjóðfélagsþróun til að útskýra hvers vegna saga homma og lesbía, og í raun alls hinsegin fólks, er talsvert styttri á Íslandi en í nágrannalöndum. Þar voru fyrstu réttindasam- tökin stofnuð upp úr síðari heimsstyrjöld en auk þess var þar blóm- leg barmenning í borgum og saman lögðu þessi rými grunninn að frelsishreyfingu homma og lesbía sem breiddist út um allan hinn vestræna heim á áttunda áratug 20. aldar. Á Íslandi voru lesbíur aft- ur á móti tiltölulega nýr þjóðfélagshópur á níunda áratugnum og útskýrir það að vissu leyti hvers vegna hlutunum var öðruvísi farið hérlendis. Hér verður því fjallað um tilurð hinnar íslensku lesbíu á áttunda og níunda áratugnum, mótun lesbískrar sjálfsveru og aðkomu Íslensk-lesbíska að því, ásamt þeim áhrifum sem veruleiki lesbía hafði á hið pólitíska starf sem fram fór innan félagsins. Saga kynverundar gerir mér kleift að skoða hvers vegna lesbíur komu mjög seint fram á Íslandi, sem jaðarhópur með ákveðna félagslega sjálfsmynd, án þess að grípa til klisja um kynferðislega bælingu og kúgun samkynhneigðra í aldaraðir. íris ellenberger10 4 Sjá t.d. Judith Schuyf, „Hidden from History? Homosexuality and the Historical Sciences“, Lesbian and Gay Studies. An Introductory, Interdisciplinary Approach. Ritstj. Theo Sandfort, Judith Schuyf, Jan Willem Duyvendak og Jeffrey Weeks (London: Sage Publications 2000), bls. 62–80; Martha Vicinus, „The History of Lesbian History“, Feminist Studies 38:3 (haust 2012), bls. 566–596; Sue Morgan, „Introduction. Writing Feminist History: Theoretical Debates and Critical Practices“, Feminist History Reader. Ritstj. Sue Morgan (London og New york: Routledge 2006), bls. 19–26. Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.