Saga - 2016, Blaðsíða 80
haukur ingvarsson78
CCF og íslensk tímarit: atómskáldskapur og abstraktlist
Greg Barnhisel hefur í skrifum sínum lagt áherslu á að þótt tengsl
við CIA veki alltaf athygli megi þau ekki vera upphaf og endir allrar
umræðu um kalda menningarstríðið.74 Í rannsóknum sínum á tíma-
ritinu Encounter leggur hann enda áherslu á að þar hafi verið á
ferðinni eitt helsta flaggskip CCF en um leið merkilegt módernískt
tímarit, einkum með tilliti til bókmennta.75 Encounter var stofnað að
frumkvæði aðalskrifstofu CCF í París og hóf göngu sína árið 1953.
Það var gefið út í London og ritstjórar voru Bretinn Stephen Spender
og Bandaríkjamaðurinn Irving kristol. Spender var einn höfund -
anna sex sem áttu ritgerðir í The God that Failed en hann var jafn -
framt afkastamikið ljóðskáld, leikskáld og skáldsagnahöfundur, með
sterk tengsl við mikilsmetin bresk skáld og rithöfunda. kristol var
líka vinstrimaður sem hafði gengið af trúnni, eins og Spender, en
áhugi hans beindist fremur að félagsfræði og stjórnmálafræði en
bókmenntum og listum þótt hann teldi hvort tveggja mikilvægt í
þeirri hugmyndafræðilegu baráttu sem geisaði. kristol hætti afskipt-
um af Encounter árið 1958 en hélt áfram að skrifa um stjórnmál og
varð mjög áhrifamikill á því sviði. Hefur hann jafnvel verið nefndur
„guð faðir“ frjálshyggju eða nýíhaldsstefnu (e. neo-conservatism).76
eftir brotthvarf kristols kallaði CCF til gamlan samverkamann sinn,
Melvin Lasky, sem tók sæti hans í ritstjórninni.77
Encounter var sannarlega andkommúnískt menningartímarit en
tók jafnframt eindregna afstöðu með módernisma í bókmenntum og
listum og tengdi hann við vestrænar hugmyndir um frelsi og ein-
staklingshyggju. List Sovétríkjanna fékk lága einkunn og andlegu
lífi þar var iðulega lýst í tímaritinu sem takmörkuðu, óheiðarlegu,
74 Greg Barnhisel, „overstating the CIA’s Role as Postwar Puppet Master“, The
Chronicles of Higher Education 61:1 (2014), bls. 14–15.
75 Greg Barnhisel, Cold War Modernists: Art, Literature, & American Cultural Diplo -
macy, bls. 148.
76 Í minningargreinum um kristol, sem birtust í ýmsum stórblöðum og finna má
á netinu, er honum iðulega gefin þessi nafnbót, þ.e. faðir eða guðfaðir
nýíhaldsstefnunnar. Íslensku hugtökin sem hér eru notuð eru sótt í grein sem
birtist í Morgunblaðinu og segir frá endalokum Encounter: „encounter ekki leng-
ur gefið út“, Morgunblaðið 17. mars 1991, bls. C 18.
77 Greg Barnhisel, Cold War Modernists: Art, Literature, & American Cultural
Diplomacy, bls. 154.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 78