Saga - 2016, Blaðsíða 120
eggert segir að þegar söngvarar taki við af siðamanni megi „í stemma
með hljóðfærum, hörpu, víol, söngpípu eður öðrum söngtólum.“40
og þegar hann hefur útskýrt að söngurinn megi ekki yfirgnæfa
hljóðfærin segir hann: „Þau hljóðfæri sem eru í dimmara lagi svo
sem sum horn, digrar reyrpípur, langspil et cetera megu brúkast
með tempruðum ungmenna- eður kvennaröddum; en við karlaraust
greinast vel klavier, víol, flautur et cetera. Því þau hljóðfæri eru
skærraustuð.“41 Veislur eins og þarna er vísað til hafa ekki verið
haldnar á hverju heimili á Íslandi en að samanlögðum þessum
tveim ur heimildum er þó gert ráð fyrir talsvert almennri getu í
hljóð færaleik og söng.42
Teikningar í handritum má einnig nota sem heimildir um
hljóðfæri hér á landi. Í handrit sem skrifað er 1755–1756 hefur Jakob
Sigurðsson (1727–1779), bóndi m.a. í Jórvík í Breiðdal, teiknað mynd
af Davíð konungi með hörpuna, en hjá honum eru fleiri hljóðfæri og
m.a., svo ekki verður um villst, íslensk fiðla.43
Að sjálfsögðu er ekkert hægt að fullyrða um það hvort íslensk
fiðla hefur verið algengt alþýðuhljóðfæri en þó virðist fiðla og fiðlu-
bogi hafa verið það vel þekkt á 18. öld að Jón eyjólfsson (1676–1718),
sem talinn er höfundur ferðalýsingar úr Borgarfirði vestur að
Ísafjarðardjúpi, telur lesanda geta ímyndað sér lögun Ísafjarðar með
því að fá að vita að hann sé í laginu eins og fiðlubogi.44 Árni Magn -
ússon tekur sem dæmi um mállýsku Meðallandsmanna að þeir kalli
bassastreng „í hörpunni bordun“, og má þá ætla að algengt hafi verið
að kalla hann eitthvað annað.45 einnig má benda á að Jón Ólafsson
úr Grunnavík nefnir alltaf hörpu og fiðlu þegar honum þykir
rósa þorsteinsdóttir118
40 eggert Ólafsson, Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu hér á landi, bls. 26.
41 Sama heimild, bls. 27.
42 Sagt hefur verið að eggert Ólafsson hafi ætlað að „kenna þjóðinni að halda
glæsilegar veislur í takt við nýjustu tísku en um leið í takt við arfleifð þjóðar-
innar.“ (Þorlákur Axel Jónsson, „Magnús Stephensen: Ræður Hjálmars á Bjargi
…; eggert Ólafsson: „Uppkast til forsagna um brúðkaupssiðu hér á landi …“
[Ritfregn], Saga xxxVIII:1 (2000), bls. 362–364, hér bls. 364.
43 SÁM 3 Sálmabók — Sjöorðabókin, bl. 106v. Hin hljóðfærin á myndinni er ekki
eins auðvelt að greina en eitt þeirra gæti verið horn.
44 Jón eyjólfsson, „Ferðasaga úr Borgarfirði vestur að Ísafjarðardjúpi sumarið
1709, ásamt lýsingu á Vatnsfjarðarstað og kirkju“, Blanda 2 (1921–1923), bls.
225–239, hér bls. 232.
45 „Úr söfnum Árna Magnússonar“, Blanda 1 (1918–1920), bls. 386–396, hér bls.
391.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 118