Saga - 2016, Blaðsíða 153
Stykkishólmi og Brynjólfur Benedictsen í Flatey, Ásgeir einarsson,
bóndi í kollafjarðarnesi, séra Ólafur e. Johnsen á Stað á Reykjanesi
og séra Guðmundur e. Johnsen á Dunhaga í Hörgárdal. Jón skrifaði
líka Gísla úr Flatey, 24. janúar 1851, að átta eintök sem hann hafði
tekið með sér, væntanlega af síðari árgangi, hefðu selst illa vegna
þess „að þegar ég kom hingað voru allir þeir sem ætluðu að kaupa
hann búnir að fá hann frá Páli sýslumanni Melsteð.“ Flest ein tak -
anna sem óseld voru hafði hann þá sent til Ísafjarðarsýslu, en „nokk-
ur hingað og þangað hér í sýslu.“26 Þetta var í samræmi við þá
aðferð sem lýst er í skemmtilegri vangaveltu um bækur í síðara
tölublaði Norðurfara, sem Gísli mun hafa skrifað: „Bókasölunni er nú
venjulega hagað svo, að sá sem gefur út einhverja bók, sendir svo
eða svo mikið af henni út um landið, til vina og kunningja, ef hann
á nokkra: eigi hann fáa eða engan … fer hann að skoða huga sinn
um hver sje prestur, prófastur eða annar merkismaður þar eða þar í
sveit; þessum ritar hann og sendir nokkrar bækur hverjum.“27
Slíkum brögðum hefur Jón óefað beitt við Pilt og stúlku. Hann
kom til Íslands í lok maí eða byrjun júní 1850, áreiðanlega með hluta
upplagsins í farangri sínum. Hann var á stjórnmálafundi Vestfirð -
inga á kollabúðum um miðjan júní og 6. júlí var hann settur sýslu -
maður í Barðastrandarsýslu.28 Í áðurnefndu bréfi, 24. janúar 1851,
þóttist hann vita að bókin hefði gengið „allvel út“. Sé tekið mið af
því að hann hafði þá beðið egil Jónsson um að senda 50 dali utan
(sjá hér á bls. 147) má gera ráð fyrir að 100 eintök hafi selst, því
bókin kostaði 64 sk. og sölulaun hafa líklegast verið fjórðungur sölu-
verðs eða 16 sk. Hlutur Jóns var þá 48 sk., með öðrum orðum hálfur
ríkisdalur. Annað eins hefur kannski selst með öðrum hætti fyrsta
veturinn og jafnvel enn meira, eða allt að því helmingur upplagsins,
en það eru auðvitað getgátur. enn fagnaði Jón góðum viðtökum í
bréfi til Gísla 6. febrúar 1851: „Hvað nú snertir alþýðudóm um Pilt
og stúlku þá má ég játa að hann hefur verið mikið góður og af því
virðist að mega álykta að Íslendingum mundi geðjast vel að þess
konar ritum ef þau væru vel af hendi leyst.“29
Tæpu ári síðar, 20. janúar 1852, baðst Jón velvirðingar á því að
hafa ekki sent Gísla neitt upp í skuldir sínar ytra þá um haustið.
skáldsagan pil tur og stúlka 151
26 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 100 og 116.
27 Norðurfari II (1849), bls. 15.
28 Steingrímur J. Þorsteinsson, Jón Thoroddsen og skáldsögur hans I, bls. 30.
29 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 119.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 151