Saga - 2016, Blaðsíða 191
Soffía Auður Birgisdóttir, ÉG SkAPA — ÞeSS VeGNA eR ÉG. UM
SkRIF ÞÓRBeRGS ÞÓRðARSoNAR. Bókaútgáfan opna. Reykjavík
2015. 358 bls.
Það var tekið að vetra í ævi Þórbergs Þórðarsonar, í júní árið 1971, þegar þeir
þögðu saman hann og Matthías Johannessen, ólíkt því sem hafði verið tólf
árum fyrr þegar þeir settu saman Í kompaníi við allífið. „Þetta er að verða
búið,“ sagði Þórbergur loks. „Hvað?“ spurði Matthías. „Lífið,“ svaraði Þór -
bergur. og þá bar Matthías fram spurninguna stóru: „Heldurðu enn að þú
vaknir hinum megin?“ og Þórbergur svaraði: „Ég held að ég sofni aldrei.
Ég fer beint yfir.“ (Matthías Johannessen, Í kompaníi við Þórberg (Reykjavík:
Almenna bókafélagið 1989), bls. 382).
og má til sanns vegar færa, að minnsta kosti í yfirfærðri merkingu, að
Þórbergur hafi aldrei fest blund því sjálft dánarárið fór í gang þrettán binda
heildarútgáfa á verkum hans og um leið sköpuðust alveg nýjar forsendur til
að meta hann sem höfund. Sá sem mestan veg og vanda hafði af útgáfunni
var Sigfús Daðason skáld og kórónaði verkið með ítarlegustu yfirlitsgrein
um Þórberg fram að því. Sem hann lauk með þessum orðum: „Má segja
með vissu að hróður Þórbergs aukist með ári hverju“ (Sigfús Daðason,
„Þórbergur Þórðarson“, Andvari 106:1 (1981), bls. 39).
Þetta var árið 1981 og spurning hvort jafnvel Sigfús hefur órað fyrir
skriðunni sem var í þann mund að falla. Bréf til Sólu komu út árið 1983 og
hafði að geyma fimmtíu ástarbréf frá hendi Þórbergs, rituð á árunum
1922−1931. Þar steig fram í sviðsljósið Þórbergur eins ólíkur hinum opinbera
Þórbergi og hugsast gat. Sem ætti ekki að vera tiltökumál; öll getum við
væntanlega tekið undir með brjálaða manninum í Markúsarguðspjalli sem
svaraði, þegar Jesús spurði hann að heiti: „Hersing heiti ég, við erum margir.“
en nú var helsti aflvaki sköpunar Þórbergs og yfirlýst markmið hin ber-
sögla og hreinskilna sjálfsævisaga. Það þótti því nokkrum tíðindum sæta
þegar í ljós kom að Þórbergi hafði láðst að geta um rúmlega áratuga ástríðu -
fullt ástarsamband sitt við gifta konu sem gat af sér einasta (vitað) afkvæmi
Þórbergs, dótturina Guðbjörgu. og af því að hann kaus að draga fjöður yfir
það — eða réttar sagt strokleður (hann strokar nafn hennar út í öllum
færslum dagbókanna) — var komið tilefni til að fara nánar í saumana á
R I T D Ó M A R
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 189