Saga - 2016, Blaðsíða 132
þetta séu með fyrstu harmonikum á landinu, en vitað var um eina í
Borgarfirði syðra 1866.104 Það er þó ljóst að um og upp úr 1860 eru
harmonikur orðnar býsna algengar og spilað á þær af körlum,
konum og börnum. Sem dæmi má nefna Runólf Runólfsson (1835–
1869), ungan bónda í krýsuvík sem hafði flutt þangað austan úr
Skaftafellssýslu. Árið 1860 er hann á ferð austur og er sagt að í áning-
arstað „þegar hann er búinn að borða, fer hann að spila á harmoniku,
sem hann var með.“105 ennfremur segir í bréfi Hildar Johnsen (1807–
1891), frá 24. ágúst 1863, til Guðnýjar Halldórsdóttur (1845–1936),
sem seinna varð eiginkona Benedikts á Auðnum: „kristrún segir þú
kunnir á harmoniku dálítið“106 og það sama ár segir Sveinn Þórar -
insson í dagbók sinni frá því að börn hans tvö, Björg og Jón, hafi farið
út að Lóni og haft með sér harmonikur sínar.107
Það var árið 1829 sem Austurríkismaðurinn Cyril Demian (1772–
1847) skráði einkaleyfi á hljóðfærinu „accordion“, en næsti forveri
þess var hið sjö árum eldra þýska hljóðfæri „Handaeoline“.108 Af
nafninu má draga þá ályktun að hljóðfæri Sveins Þórarinssonar hafi
verið af austurrískum uppruna þó að hann kalli það „danskt“.109 Í
fyrstu kallar Sveinn hljóðfærið alltaf „acortu“ en þegar komið er
fram á árið 1846 nefnir hann það „harmoniku“.110 elstu harmonik-
urnar eru díatónísk hljóðfæri þar sem tónninn breytist eftir því
hvort belgurinn er dreginn í sundur eða ýtt saman, og þannig hafa
fyrstu harmonikurnar hér á landi verið.111 Það var ekki fyrr en eftir
rósa þorsteinsdóttir130
104 Hallgrímur Helgason, „harmónika“, Tónmenntir a–k. Alfræði Menningarsjóðs
(Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvina félagsins 1977). Heim -
ildin fyrir harmoniku í Borgarfirði 1866 er kristleifur Þorsteinsson, Úr byggð -
um Borgarfjarðar I (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1944), bls. 155–156.
105 Gráskinna III. Útg. Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson (Akureyri: Bóka -
verzlun Þorsteins M. Jónssonar 1931), bls. 57.
106 Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, bls. 39; sjá einnig bls. 515 og
518–519.
107 Lbs. ÍB 680 8vo, VI 3. nóvember 1863.
108 Vef. Helmi Strahl Harrington og Gerhard kubik, „Accordion“, Grove Music
Online. Oxford Music Online. oxford University Press, sótt 14. júní 2016.
http://www.oxfordmusiconline.com/subscriber/article/grove/music/
46180.
109 Lbs. ÍB 680 8vo I 5. júní 1842.
110 Dagbækur Sveins frá 18. mars 1843 til 11. júlí 1846 eru ekki varðveittar, sjá
Gunnar F. Guðmundsson, Pater Jón Sveinsson, bls. 18
111 Þannig eru langflestar takkaharmonikur enn þann dag í dag, sjá Helmi Strahl
Harrington og Gerhard kubik, „Accordion“.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 130