Saga - 2016, Blaðsíða 101
formlega lögtekin á Alþingi. Ari Þorgilsson hinn fróði segir frá því að
kristni hafi verið lögtekin á Íslandi 999. ef það er rétt hafa áhrifin ekki
komist inn í lög fyrr en eftir það. Heimildarmaður Ara um kristnitök-
una er að hans sögn Teitur Ísleifsson; hann er nefndur í upphafi frá-
sagnar hans af henni og endi, „svo sagði Teitur“. Þessi heimildar -
maður Ara, kennari hans í Haukadal, hefur ekki upplifað kristnitöku
á Alþingi 999, til þess er hann of ungur. Raunar eru allir þeir heimild-
armenn sem Ari nefnir of ungir til þess. Líklegt er að Ari endursegi
ritaða frásögn Teits af kristnitökunni. Það má ráða af kristniþætti
Njálu en þar segir einnig frá kristnitökunni með mjög líkum hætti og
hjá Ara, nema að þar er Haukadalssjónarhornið enn ríkara í frásögn-
inni. Á þetta benti ég fyrir löngu.20 enn lengra er síðan einar Arn -
órsson benti á að kristnitökufrásögnin er í raun einskonar helgisaga
eða kraftaverkasaga.21 Þannig virðast líka sagnaritarar á miðöldum
hafa skilið hana öðrum þræði eins og sjá má af Ólafs sögu Tryggva -
sonar og hinni latnesku sögu Theodoricusar. Nú er í frásögn Ara sagt
frá því að Hjalti Skeggjason hafi verið dæmdur fjörbaugsmaður fyrir
goðgá í heiðni, en þegar kristni var lögtekin hafi það varðað fjör-
baugsgarð ef uppvíst varð að menn blótuðu á laun. Athyglisvert er
að Njálutextinn talar ekki um fjörbaugssekt Hjalta en tvítekur þó að
hann hafi orðið sekur um goðgá. Af kristin rétti forna í Grágás sést
að refsing fyrir að blóta heiðin goð var fjörbaugsgarður og má Ara
hafa verið það kunnugt. Hins vegar er ósennilegt að þeim Teiti og
Ara hafi verið kunnugt um hvernig fjörbaugsgarðsrefsingu var
háttað í heiðni eða hvort slík refsing var þá yfirleitt til. Þeir eru alltof
ungir til að hafa örugga vitneskju um það. Hafi einhver hliðstæð
refsing verið til í heiðni þá hefur hún verið öðruvísi en sú sem nú er
varðveitt í Grágás og ekki verið undir áhrifum frá mósaískum rétti.
Þannig er ljóst að fjörbaugsgarðsrefsingin eins og við þekkjum hana
í Grágás hefur orðið til á Íslandi á 11. öld. Henni kann í byrjun
einmitt að hafa verið beitt gegn mikilsháttar mönnum sem ekki vildu
þýðast kristinn sið. Það er því lítill vafi sem loðir við upphaf fjör-
baugsgarðsrefsingar. Hún er þó, eins og Lúðvík Ingvarsson taldi,
„nýsköpun íslenskrar lögggjafar“ en með mósaísku sniði og sér-
kennilegu griðaformi, eins og kloster mann taldi endur fyrir löngu.
um grið og griðastaði á sturlungaöld 99
20 Sveinbjörn Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar. Um íslenska sagnaritun á 12. og
13. öld (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 2001), bls 116−121.
21 einar Arnórsson, „kristnitökusagan árið 1000“ Skírnir 115 (1941), bls. 79−
118.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 99