Saga


Saga - 2016, Blaðsíða 146

Saga - 2016, Blaðsíða 146
gegn sjálfstæðistilburðum Slésvíkur og Holtsetalands, sem ekki sá fyrir endann á. Að eigin sögn, í bréfi til Brynjólfs Péturssonar 28. apríl þetta ár, drap hann mann í bardaga og særði annan: „Þar held ég mig hafa sært prússneskan dáta sem ætlaði að skjótast yfir gerðið en ég skaut á hann og þá hvarf hann … Ég var á vinstra fylkingar- armi og varð einna fyrstur til að skjóta og féll sá er fyrir varð.“1 Jón sneri nú aftur til kaupmannahafnar og 21. ágúst hitti hann Skúla Þórðarson Thorlacius skjalavörð um borð í gufuskipinu Írisi, sem lánaði honum ríkisdal til ferðarinnar því hann átti ekki neitt: „da jeg intet har“, eins og Jón skrifar í dagbók sína.2 Gróðavon hafði ekki rekið hann í stríðið heldur ævintýraþrá og konunghollusta eins og móðir hans, Þórey Gunnlaugsdóttir, útskýrði fyrir átta ára gamalli dóttur hans, elínu, 12. september 1849, með tilvitnun í bréf frá Jóni sem „af ungdómsfjöri og skyldurækt við kóng og ríki“ kvaðst hafa talið sér skylt „að forsvara kóng og ríki fyrir yfirgangsmönnum.“ elínu hafði Jón eignast með Ólöfu Hallgrímsdóttur Thorlacius frá Hrafnagili í eyjafirði þegar hann kenndi bræðrum hennar veturinn 1840–1841. Þau voru heitbundin og hún sat í festum þegar hann fór utan til frekara náms, en giftist síðan öðrum manni.3 Fyrstu nóttina eftir að Jón kom til Hafnar úr stríðinu gisti hann hjá vini sínum Gísla Brynjúlfssyni, sem bjó á Garði og nefnir heim- sóknina í dagbók sinni: „var hjá mér hér nótt og vöktum við til kl. 3.“4 Þeir stunduðu báðir nám í lögfræði við Hafnarháskóla en höfðu meiri áhuga á bókmenntum. Þá um vorið höfðu þeir gefið út tíma- ritið Norðurfara, þar sem báðir áttu nokkur ljóð og Gísli greinar um stjórnmál en Jón smásögu með heitinu „Dálítil ferðasaga“, sem byrj- ar glaðlega: „einusinni var jeg, sem optar, á ferð. ekki man jeg nú hvað jeg var að fara, eða rjettara sagt, í hvaða erindum; en nokkuð var það, að jeg hafði með mjer fylgdarmann, sem presturinn minn útvegaði mjer, þar eð jeg var harðla ókunnugur veginum. Þó man jeg nú ekki hvað fylgdarmaðurinn hjet, og er ekki heldur viss um már jónsson144 1 Bréf Jóns Thoroddsens. Útg. Már Jónsson (Reykjavík: Sögufélag 2016), bls. 97. Ég þakka Haraldi Bernharðssyni fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar. 2 „Jón Thoroddsens Dagbogsoptegnelser som frivillig Soldat i den første sles- vigske krig 1848.“ Útg. Steinþór Guðmundsson. Islandsk Aarbog 11 (1938), bls. 65–67. 3 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 105. Um æviatriðin, sjá inngang að þeirri bók. 4 Gísli Brynjúlfsson, Dagbók í Höfn. eiríkur Hreinn Finnbogason bjó til prentunar (Reykjavík: Heimskringla 1952), bls. 256. Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.