Saga - 2016, Side 146
gegn sjálfstæðistilburðum Slésvíkur og Holtsetalands, sem ekki sá
fyrir endann á. Að eigin sögn, í bréfi til Brynjólfs Péturssonar 28.
apríl þetta ár, drap hann mann í bardaga og særði annan: „Þar held
ég mig hafa sært prússneskan dáta sem ætlaði að skjótast yfir gerðið
en ég skaut á hann og þá hvarf hann … Ég var á vinstra fylkingar-
armi og varð einna fyrstur til að skjóta og féll sá er fyrir varð.“1 Jón
sneri nú aftur til kaupmannahafnar og 21. ágúst hitti hann Skúla
Þórðarson Thorlacius skjalavörð um borð í gufuskipinu Írisi, sem
lánaði honum ríkisdal til ferðarinnar því hann átti ekki neitt: „da jeg
intet har“, eins og Jón skrifar í dagbók sína.2 Gróðavon hafði ekki
rekið hann í stríðið heldur ævintýraþrá og konunghollusta eins og
móðir hans, Þórey Gunnlaugsdóttir, útskýrði fyrir átta ára gamalli
dóttur hans, elínu, 12. september 1849, með tilvitnun í bréf frá Jóni
sem „af ungdómsfjöri og skyldurækt við kóng og ríki“ kvaðst hafa
talið sér skylt „að forsvara kóng og ríki fyrir yfirgangsmönnum.“
elínu hafði Jón eignast með Ólöfu Hallgrímsdóttur Thorlacius frá
Hrafnagili í eyjafirði þegar hann kenndi bræðrum hennar veturinn
1840–1841. Þau voru heitbundin og hún sat í festum þegar hann fór
utan til frekara náms, en giftist síðan öðrum manni.3
Fyrstu nóttina eftir að Jón kom til Hafnar úr stríðinu gisti hann
hjá vini sínum Gísla Brynjúlfssyni, sem bjó á Garði og nefnir heim-
sóknina í dagbók sinni: „var hjá mér hér nótt og vöktum við til kl.
3.“4 Þeir stunduðu báðir nám í lögfræði við Hafnarháskóla en höfðu
meiri áhuga á bókmenntum. Þá um vorið höfðu þeir gefið út tíma-
ritið Norðurfara, þar sem báðir áttu nokkur ljóð og Gísli greinar um
stjórnmál en Jón smásögu með heitinu „Dálítil ferðasaga“, sem byrj-
ar glaðlega: „einusinni var jeg, sem optar, á ferð. ekki man jeg nú
hvað jeg var að fara, eða rjettara sagt, í hvaða erindum; en nokkuð
var það, að jeg hafði með mjer fylgdarmann, sem presturinn minn
útvegaði mjer, þar eð jeg var harðla ókunnugur veginum. Þó man
jeg nú ekki hvað fylgdarmaðurinn hjet, og er ekki heldur viss um
már jónsson144
1 Bréf Jóns Thoroddsens. Útg. Már Jónsson (Reykjavík: Sögufélag 2016), bls. 97. Ég
þakka Haraldi Bernharðssyni fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar.
2 „Jón Thoroddsens Dagbogsoptegnelser som frivillig Soldat i den første sles-
vigske krig 1848.“ Útg. Steinþór Guðmundsson. Islandsk Aarbog 11 (1938), bls.
65–67.
3 Bréf Jóns Thoroddsens, bls. 105. Um æviatriðin, sjá inngang að þeirri bók.
4 Gísli Brynjúlfsson, Dagbók í Höfn. eiríkur Hreinn Finnbogason bjó til prentunar
(Reykjavík: Heimskringla 1952), bls. 256.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 144