Saga - 2016, Blaðsíða 74
haukur ingvarsson72
boðskap CCF í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. Michael Josselson
virðist hafa lagt blessun sína yfir þetta og Philipsen heldur því fram
að Schleimann hafi haft þetta að leiðarljósi næstu 10 árin.56
Hinn 24. mars 1957 birti Morgunblaðið forsíðufrétt af stofnun
félagsins Frjálsrar menningar. Hún hafði farið fram daginn áður að
viðstöddum danska rithöfundinum Hans Jörgen Lembourn, höfundi
bókarinnar De Intellektuelles Forræderi eða Svik gáfnaljósanna eins og
blaðamaðurinn útleggur titilinn.57 Fundinn setti Gunnar Gunnars -
son, en í ræðu hans, sem fylgir fréttinni, kemur fram að í undirbún-
ingsnefnd hafi átt sæti rektor Háskóla Íslands dr. Þorkell Jóhannes -
son, Tómas Guðmundsson skáld, einar Magnússon menntaskóla-
kennari og Þórir kr. Þórðarson dósent. Auk þeirra hafi verið tveir
ungir rithöfundar sem „nýverið sátu þing sænsku samtakanna í
Stokkhólmi og kynntust þar öðrum ungum mönnum ýmsra landa,
sem óháð menningarstarfsemi er áhugaefni, þeir kristján karlsson,
mag. og eiríkur Hreinn Finnbogason, mag.“ Loks nefndi Gunnar
eyjólf konráð Jónsson „sem hiti og þungi dagsins hefur hvílt á öðr -
um fremur“. Um miðjan apríl var svo haldinn framhalds stofn -
fundur þar sem Gunnar var kosinn heiðursforseti en Tómas Guð -
mundsson formaður félagsins.58 einnig var kosin 16 manna stjórn
og meðal þeirra sem áttu sæti í henni voru Þorsteinn M. Jónsson
bókaútgefandi, einar Pálsson leikstjóri, rithöfundarnir Svanhildur
Þorsteinsdóttir og Guðmundur G. Hagalín, Þorsteinn Hannesson
leikdómari, Jón Þorleifsson málari og myndlistargagnrýnandi
Morgun blaðsins, Lúðvík Gissurarson laganemi, Pétur Benediktsson
bankastjóri Landsbanka Íslands, Steinn Steinarr skáld og Jóhannes
Nordal hagfræðingur sem jafnfram var einn af ritstjórum Nýs Helga -
fells.
Af bréfum kristjáns Albertssonar til Gunnars Gunnarssonar má
ráða að kristjáni hafi fundist Jørgen Schleimann óþarfur milliliður
56 Sama heimild, bls. 245−246. Nánari umfjöllun um skýrslu Schleimanns og
stöðu hans gagnvart CCF og SFk má finna hér: Ingeborg Philipsen, „Selskabet
for frihed og kultur 1950−60: Arne Sejr og dansk kulturliv under den kolde
krig“ (kaupmannahöfn: københavns universitet 2001), bls. 92−94.
57 „er sá hlutlaus, sem horfir aðgerðarlaus á, að maður er myrtur?: Nýtt félag,
FRJÁLS MeNNING, stofnað til verndar frjálsri hugsun og lýðræði“, Morgun -
blaðið 24. mars 1957, bls. 1-2.
58 „Frjáls menning kýs Gunnar Gunnarsson heiðursforseta: Tómas Guðmunds -
son verður formaður félagsins“, Morgunblaðið 17. apríl 1957, bls. 24.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 72