Saga - 2016, Blaðsíða 172
bjarnar Magnússonar var mikið úrval veraldlegra bóka og enn fleiri
guðsorðabækur. Piltur og stúlka birtist í færslu með leikritinu Úti -
legu mennirnir eftir Matthías Jochumsson, sem kom út árið 1864, og
voru báðar metnar á litla 8 sk. Óskilgetinn sonur Sesselju, Sveinn
Pétursson 26 ára, fékk bækurnar í sinn hlut.95 Fyrri maður hennar,
Andrés Andrésson í Flatey, drukknaði 11. desember 1861 og María,
fyrri kona Sveinbjarnar og systir Sesselju, lést 18. júní 1862. Í dánar -
búum þeirra var talsvert af bókum en ekki Piltur og stúlka.96
Örðugt er að útskýra hvernig á því stendur að bókin er svo fáséð
í eignaskrám og verður vart gert nema með gaumgæfilegri athugun
á því hvernig bækur almennt streymdu út í samfélagið úr prent -
smiðjum í Reykjavík, á Akureyri og í kaupmannahöfn. Þá ályktun
má þó draga af þessum fáu tilvikum að kaupendur og jafnframt
meirihluti lesenda Pilts og stúlku hafi verið heldur betur stæðir en
fólk að meðaltali eða betur ættaðir, ef svo má að orði komast. Bækur
voru dýrar miðað við efnahag velflestra landsmanna — sex eintök
af Pilti og stúlku kostuðu meira en veturgömul kind! Áreiðan lega var
bókin líka til miklu víðar en fram kemur í dánarbúum. Arnfinnur á
Arnhólsstöðum og erlingur á Sleggjulæk voru óbreyttir bændur og
kaup þeirra á bókinni gefa til kynna víðtækan áhuga í samfélaginu
sem hugsanlega jókst eftir því sem leið á öldina. Hvað sem því líður
var upplagi síðari útgáfunnar ráðstafað til sölu eftir að dánarbú Jóns
hafði verið gert upp og má vona að ekkjan hafi haft af því einhverjar
tekjur næstu árin. Þann 4. maí 1874 auglýsti Sigfús eymundsson
bókina á 80 sk. í Þjóðólfi en eftir myntbreytingu úr ríkisdölum í krón-
ur á 1 kr. og 70 aura í Ísafold 24. desember 1875 og Íslendingi 8. janúar
1876.97 Á Akureyri auglýsti Bernharð Steincke bókina í Norðanfara
12. júlí 1873 og eggert Laxdal í sama blaði 22. september 1874 en
Friðbjörn Steinsson 11. ágúst 1876 og 18. desember 1878.98 ekki var
bókin auglýst aftur fyrr en kristján Ó. Þorgrímsson í Reykjavík bauð
hana á 1 kr. 70 aura í Fjallkonunni 15. mars 1884 og aftur í Suðra 4.
már jónsson170
95 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Barð. eD2/4. Dánarbú 1870–1875, örk 6, nr. 2; Barð. eD1/3,
5. Skiptabók 1873–1879, bls. 99.
96 ÞÍ. Sýsluskjalasafn. Barð. eD2/2. Dánarbú 1860–1864, örk 2, bl. 70–75.
97 Þjóðólfur 4. maí 1874, bls. 107; Ísafold 24. desember 1875, d. 224; Íslendingur 8.
janúar 1876, bls. 128.
98 Norðanfari 12. júlí 1873, bls. 106; 22. september 1874, bls. 108; 11. ágúst 1876, bls.
68; 18. desember 1878, bls. 124.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 170