Saga - 2016, Blaðsíða 124
spil og til að læra sálmalög eftir nótum57 og tileinkaði Pétri Guðjohnsen
dómorganista bókina. Smári Ólason telur að með útkomu bókarinn-
ar hafi langspilin „öðlast nýjan sess“.58 Aftur á móti varaði Pétur
Guðjohnsen fólk við að nota langspil til að læra lög þar sem „það
hefir, að því er mér er kunnugt, að eins einn tónstiga, nl. dúr-tónstig-
ann“.59 Vissulega voru eldri langspil „díatónísk“ en það eru þau
hljóðfæri sem takmarkast við tónstiga með sjö tónum þar sem tvö
tónbilin eru stutt. Langspilin hafa þá, hvert og eitt, verið stillt í
ákveðna tóntegund (ekki endilega í dúr heldur getur það verið
hvaða ‘misstíg’ tóntegund sem er, t.d. ein af svokölluðum kirkjutón-
tegundum).60 Þetta sýnir að Pétur hefur ekki kynnt sér bók Ara
vandlega og líklega hefur hann ekki haft mikla þekkingu á langspil-
um, því heimildir eru fyrir því að fólk hafi notað bók Ara til
leiðbeiningar við að gera eldri „díatónísk“ langspil „krómatísk“.61
eitt besta dæmið er líklega Finnur á kjörseyri sem segir:
Ég fékk mér gamlan langspilsgarm með heilnótum og reyndi að ná lög-
um á það eftir bók Péturs Guðjohnsen, einrödduðu frá 1861. Það gekk
hálf stirt. Svo hittist á, að ég sá hjá Jóni bónda Lýðssyni í Hrafnadal
„Leiðarvísi að spila á langspil“ eftir Ara Sæmundsen. … Þegar ég var
búinn að fá leiðarvísinn, opnaðist fyrir mér nýr heimur. Ég setti hálf-
nótur á langspilsgarminn eftir leiðarvísinum, og eftir það gat ég náð
hverju lagi í bók Guðjohnsens og lærði flest lögin í henni.62
rósa þorsteinsdóttir122
57 Ari Sæmundsen, Leiðarvísir til að spila á langspil og til að læra sálmalög eptir
nótum, og nótur með bókstöfum til allra sálmalaga, sem eru í messusöngbók vorri, og
þaraðauki til nokkurra fleiri sálmalaga, handa unglingum og viðvaningum (Akureyri:
[s.n.] 1855).
58 Smári Ólason, „organ, trómet og harpan söng“, bls. 377.
59 Pétur Guðjohnsen, Íslenzk sálmasaungs- og messubók með nótum (kaupmanna -
höfn: Hið íslenzka bókmentafélag 1861), bls. 12.
60 Þau hljóðfæri sem hægt er að spila á í hvaða tóntegund sem er eru kölluð
‘krómatísk’, en krómatískur (‘smástígur’) tónstigi inniheldur 12 tóna og eru
lítil tónbil á milli þeirra allra. Sjá t.d. Jón Þórarinsson, Stafróf tónfræðinnar.
Kennslubók — handbók (Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1962), bls. 44.
61 eins og Smári Ólason („organ, trómet og harpan söng“, bls. 378) bendir á
gefur teikningin af gripbrettinu í bók Ara „ekki réttan krómatískan tónstiga“
en skrifuðu leiðbeiningarnar gera það aftur á móti og hafa menn væntanlega
farið eftir þeim.
62 Finnur Jónsson, Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld. Minnisblöð Finns á Kjörseyri
(Akureyri: Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar 1945), bls. 27, sjá einnig bls. 375–
376.
Saga haust 2016.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 17.5.2019 10:12 Page 122