Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 16

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 16
14 veginn að fara fram hjá vegamótunum. Fljótlega áttum við okkur á því að leiðin er orðin ískyggilega löng og snúum við. Þá blasir vegvísirinn við og tvær konur sem sitja aftarlega í rútunni benda á að við munum hafa mætt bíl sem skyggði á skiltið þegar rútan fór fram hjá. Þegar komið er í Hljóðakletta dreifist hópurinn um svæðið því að göngustígar liggja í ýmsar áttir. Ég ákveð að heim- sækja karlinn og kerlinguna sem um aldir hafa staðið vaktina niðri á áreyrunum. Þegar ég kem til baka sitja menn í móakaffi, enn einu sinni hafa þær stöllur töfrað fram kaffi og fjölbreytt meðlæti og mér dettur helst í hug að lífseigur orðrómur um galdrakunnáttu Strandamanna eigi enn við rök að styðjast. Á næsta áfangastað, Húsavík, er komið að því að ég yfirgefi hópinn. Þetta hafa verið skemmtilegir dagar með góðum hópi sem ég kveð með söknuði. Eftir að hafa kvatt Arndísi og þakkað henni fyrir frábæra leið- sögn, allar skemmtilegu sögurnar hennar og sönginn var haldið áfram í áttina til Akureyrar því að nú lá leiðin út á Dalvík þar sem við gistum síðustu nóttina. Upphaflega var áætlað að gista í Sveinbjarnargerði en það stóðst ekki þar sem gistirýmið var tví- bókað og okkar hópur látinn víkja. Strandamenn voru því orðnir strandaglópar. Þetta setti okkur í erfiða stöðu þar sem við urðum að leita annað með allan hópinn og það með svona litlum fyrir- vara. Til allrar lukku fengum við inni á Fosshóteli á Dalvík en starfsfólkið þar var svo yndislegt að taka á móti öllum hópnum. Við stoppuðum smá stund á Akureyri en síðan var haldið áfram til Dalvíkur á Fosshótelið en þar fengum við hinar fínustu mót- tökur og þökkum við kærlega fyrir að hafa fengið inni hjá þeim. Nú var komið að síðasta deginum í þessari ferð. Farið var aftur inn Eyjafjörð og í gegnum Akureyri inn að Jólagarðinum og skoð- uðum við okkur þar um. Næsta stopp var við Holtssel þar sem gerður er heimatilbúinn ís og auðvitað þurftum við að smakka aðeins á honum. Eftir það var farið að húsi sem var áður sam- komuhús en hýsir nú Smámunasafnið. Safnið er stórmerkilegt og hefur einn maður safnað öllum mununum þar. Einnig var þarna bíla- og vélasýning og það fannst karlmönnunum nú ekki leiðin- legt. Haldið var til baka til Akureyrar þar sem fólki gafst kostur á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.