Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 28
26
Sveinn6 hinn knái kappi nú
kólgu’ ef náir slota, [kólga : illviðri]
Naustvík frá, um flyðru bú [flyðru bú : sjór]
færir ráar gota. [ráar goti : skip]
Kjörvog hraðir firðar frá [firðar : menn]
fram um traðir þara [traðir þara : sjór]
renna glaðir rekkar á [rekkar : menn, sjómenn]
ranga Svaðilfara. [röng : band í bát / Svaðilfari : hestur /
ranga hestur : skip]
Frægur nefnist fleins Baldur [Baldur : goð / fleinn : vopn / fleins-
fram á hrefnu mýri baldur: maður]
Þorsteins hefnir Þorleifur7 [hrefnu mýri : sjór – haf]
þóftu stefnir dýri. [þóftu dýr : skip]
Gautur víra Guðmundur8 [gautur : maður / víra : ?]
geð með hýra’ og prúða
hafs á mýri hugaður
„höfrung“ stýrir súða. [höfrungur : hvalfiskur / súð : byrðingur
á bát]
Ágúst9 skjalda þundur þá [skjalda þundur : hermaður; hér sjómaður]
þjóð með valda’ og knáa [þjóð : fólk – hér sjómenn]
stýrir „tjaldi“ trefla á [tjaldur : skip / trefla (segl?)]
túnið mjaldurs bláa. [mjaldur : hvalfiskur / tún mjaldurs :
sjór, haf]
Útá kaldan sækja sjá
seggir valdar bjargir, [seggir : menn]
Gjögri halda gildir frá
gautar skjalda margir. [gautar skjalda : hetjur; sjómenn]
6 Sveinn Guðmundsson, 64 ára, bóndi í Naustvík. „Lista sjómaður.“
7 Þorleifur Þorsteinsson, 35 ára, sjómaður á Kjörvogi.
8 Guðmundur Guðmundsson, 33 ára, bóndi á Finnbogastöðum. „Finnbogastaðar-
menn“ áttu sjóbúð á Kjörvogi og reru þaðan, einkum á haustin. Á Finnbogastöð-
um var til bátur sem hét Höfrungur.
9 Ágúst Guðmundsson, 32 ára, bóndi í Kjós. Bátur hans hét líklega Tjaldur.