Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 29
27
Einn að nafni Eiríkur10
ýtir hrafni súða [súða hrafn : skip]
um heiði drafnar happsamur [dröfn : sjór / heiði drafnar : sjór]
hlynur grafnings búða. [hlynur : maður / grafningur : ormur /
búð ormsins : gull]
Boða sver þó söngli föll
son Jóns fer hann Pjetur11
korðaver um karfa völl [korði : vopn / ver : maður / karfa
kaðalhéri etur. völlur : sjór]
[kaðalhéri : skip]
Þó um kórinn keilunnar [kór keilunnar : sjór]
kólgu sjórinn rjúki [kólga : illviðri]
ranga jórinn rennur snar [ranga jór : skip]
raums frá stórum búki.
Kennir frægi korða Þór [Þór : goð / korði : vopn /
kólgu ægis hörðu, korðaþór / maður, hér sjómaður]
Árni12 lægis lætur jór [lægis jór : skip]
lýsu plægja jörðu. [lýsu jörð : sjór]
Pjetur getinn Guðmund13 á
grunnungs fletið breiða [grunnungur : fiskur / grunnungs flet :
hetja metin hraust að sjá sjór, haf]
hundi etur reiða. [reiða hundur : skip]
Guðjón14 skýr með skatna þá [skatnar : menn; sjómenn]
skjóma Týr órýri [Týr : goð / skjómi : sverð / skjómatýr
hraustur mýri mjaldurs á : maður, hér sjómaður]
mastra stýrir dýri. [mýri mjaldurs : sjór]
[mastra dýr : skip]
10 Eiríkur Guðmundsson, 33 ára, tómthúsmaður á Víganesi.
11 Pjetur Jónsson, 55 ára, tómthúsmaður á Gjögri. Bjó í Broddanes[sjó]búð.
12 Líklega Árni Sigurður Þorsteinsson, 24 ára, húsmaður á Reykjanesi. Frá Litlu-Ávík.
Drukknaði árið 1900.
13 Pjetur Guðmundsson, 60 ára, tómthúsmaður í Nesbúð á Gjögri.
14 Óvíst hver hann er. Gæti verið Guðjón Jónsson, 37 ára, ráðsmaður á Reykjanesi,
síðar á Seljanesi.