Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 30
28
Er Guðmundur15 Ávík frá
ötull lundur naða [lundur (maður), naði (sverð) : hermaður
ljónið sunda lætur á / hér sjómaður]
laxagrundu vaða. [ljónið sunda : skip]
[laxagrund : sjór]
Samson16 rykkir rekkur snjall [rekkur : maður]
ranga bikkju’ á Græði [ranga bikkja : skip / Græðir : sjór, haf]
að þó skrykkist öldufall
um Þórsdrykkjar svæði. [Þórs drykkur : sjór]
Telja má í mærðar skrá [mærðar skrá : lofkvæði]
mikið knáa að vonum
drengi þá, sem fleyin frá [fley : skip]
færa Ávíkonum.
Venur þarfur þorskatjón
þá um karfa mýri [karfa mýri : sjór]
Pjeturs arfi aldinn Jón17 [arfi : sonur]
ára skarfi stýrir. [ára skarfur : skip]
Eins Guðmundur18 aldraður
um hvalsgrundu breiða [hvalsgrund : sjór]
hleypir stundum stórvirkur
sterkum hundi reiða. [reiða hundur : skip]
Þau ráð grunda geðs um brík [geðs um brík : hugur ?]
geira lundur skyldi [geira lundur : maður]
fálki þundar fram í Vík [Vík : Trékyllisvík]
fljótast skunda vildi.
15 Guðmundur Jónsson, 26 ára, lengi bóndi í Stóru-Ávík. Bátur hans hét Víkingur.
16 Samson Jónsson, 45 ára, tómthúsmaður á Gjögri. Bjó í Hellubúð.
17 Jón Pétursson, 47 ára, bóndi í Stóru-Ávík.
18 Guðmundur Jónsson, 63 ára, húsmaður í Litlu-Ávík (faðir Guðjóns Steindórs í
Litlu-Ávík og Steinunnar í Naustvík).