Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 36
34
Vestan við melinn er lítill lækur sem í aldanna rás hefur grafið
sér djúpan farveg sem kallast Lækjardalur. Lækurinn fellur í vík-
ina sunnan Borðeyrar. Sunnan við víkina er önnur smáeyri, köll-
uð Stúfeyri. Vestan Lækjardals taka við holtahjallar og mýrarsund
og er aflíðandi halli á landinu að sjó. Í vestri ber Stóruborg hæst
en þaðan er ágætt útsýni um Hrútafjörð og nágrenni Borðeyrar.
Í Vatnsdæla sögu, þar sem greinir frá könnunarferð og landa-
leit Ingimundar gamla landnámsmanns, er sagt frá tildrögum
Borðeyrarnafnsins:
Hann fór norður um sumarið í landaleitun og fór upp Norðurárdal
og kom ofan í eyðifjörð einn. Og um daginn er þeir fóru með þeim
firði þá hlupu úr fjalli að þeim tveir sauðir. Það voru hrútar.
Þá mælti Ingimundur: „Það mun vel til fallið að þessi fjörður heiti
Hrútafjörður.“
Síðan komu þeir í fjörðinn og gerði þá þoku mikla. Þeir komu á eyri
eina. Fundu þeir þar borð stórt nýrekið.
Þá mælti Ingimundur: „Það mun ætlað að vér skulum hér örnefni
gefa og mun það haldast og köllum eyrina Borðeyri.“2
Í fornum heimildum er oft getið um Borðeyri í sambandi við
siglingar og farmennsku. Svo virðist sem á þjóðveldisöld hafi
mikið verið siglt á Hrútafjörð, kaupskipin sett upp á Borðeyri
og kaupmenn þeirrar tíðar reist þar búðir eða tjöld og haldið
kaupstefnur. Þegar Ólafur Olavius ferðaðist um landið á vegum
dönsku stjórnarinnar á árunum 1775–77 kom hann á Borðeyri.
Hann segir í ferðabók sinni:
Á eyrinni sjást tóttir gamalla verzlunarhúsa. … Á Stupeyri [þ.e. Stúf-
eyri], spottakorn fyrir sunnan Borðeyri, hafa fyrrum staðið naust; tvö
þeirra voru 67 fet á lengd, en eitt aðeins 64, en öll voru þau 20 fet á
breidd.3
Eflaust eru þetta sömu tóftabrotin og getið er í lýsingu
Prestbakkasóknar frá 1846 eftir séra Búa Jónsson á Prestbakka.
2 Íslendingasögur og þættir, 3. b., ritstj. Bragi Halldórsson [o.fl.], Reykjavík 1998, bls.
1860, (Vatnsdæla, kafli 14).
3 Ólafur Olavius, Ferðabók, 1. b., Reykjavík 1964, bls. 267.