Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 41
39
með honum sr. Þórarinn Kristjánsson, prófastur á Prestbakka.
Tóku þeir sér ferð á hendur vestur á Snæfellsnes og töldu Hans A.
Clausen, kaupmann í Ólafsvík, á að senda skip til Borðeyrar. Clau-
sen rak verslun í Stykkishólmi og Ólafsvík, á Búðum og Ísafirði.
Ekki hefur þetta verið auðsótt mál því að sýslumaður varð að
setja jörð að veði fyrir skipinu ef því skyldi hlekkjast á, 40 hundruð
í jörðinni Hofsstöðum í Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu. Vara
var lítil til en til uppfyllingar var rifinn úr búðarhillum í verslun-
um Clausens alls konar glysvarningur, sem ekki hafði gengið út,
og settur í skipið.
Í ofsa norðanroki og þoku hinn 28. júní 1848 sigldi svo Ungi
Svanurinn inn fjörðinn og komst heilu og höldnu til Borðeyrar.
Skipið var tvímöstruð skonnorta, 48 lestir að stærð. Skipstjórinn
hét Sörensen, var hugaður vel og einn besti skipstjóri Clausens.
Enginn hafnsögumaður var með skipinu heldur maður frá Búð-
um sem hafði komið einu sinni til Hrútafjarðar og þótti það
mikið áræði.
Sá hét I. C. Brant er rak verslunina á skipinu og sagður einn af
bestu mönnum Clausens. Með því var einnig Árni Sandholt,
kaupmaður og félagi Clausens. Höfðu þeir verkaskipti þannig að
Brant var við bókina en Árni var vigtarmaður á þilfari. Það varð
uppi fótur og fit í nærsveitum er skipkoman spurðist og fóru
menn í hópum til kaupskapar á Borðeyri. Því sem næst öll varan
seldist á einni viku.
Þann dag er skipið kom stóð svo á að haldin var mikil veisla á
Þóroddsstöðum. Þar voru þrenn brúðhjón að halda brúðkaup
sitt. Það voru Daníel Jónsson, síðar hreppstjóri og dannebrogs-
maður á Þóroddsstöðum, og brúður hans, Valgerður Tómasdóttir
frá Broddanesi. Önnur brúðhjón voru Björn Daníelsson frá Tann-
staðabakka og Anna Ísleifsdóttir. Þriðju voru Guðmundur Zak-
aríasson frá Stað og Guðný Tómasdóttir, systir Valgerðar sem fyrr
var nefnd.
Brúðkaupsveislan stóð sem hæst þegar menn urðu þess varir að
skip sigldi inn Hrúteyjarsund. Greip þá veislugesti írafár og tóku
þeir hesta sína hver sem betur gat og meira að segja brúðgumar
létu sitt ekki eftir liggja. Riðu menn í spretti inn á leirur og yfir
vaðlana og segir sagan að ekki hafi sést í menn eða hesta fyrir
vatns- og sjávarkófi. Voru skipverjar að kasta akkerum þegar þeir