Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 43
41
sögn Finns Jónssonar á Kjörseyri um Ólaf hafnsögumann á Kol-
beinsá og samskipti hans við kaupmenn:
Menntunarskortur og aðrar kringumstæður ollu því, að Ólafur gat
ekki notið sín, eins og hann hafði hæfileika til. Hann gat aldrei sett sig
inn í landsmál, og ættjarðarástin var aukaatriði hjá honum og skálda-
grillur. En fyrir kaupmannastéttinni bar hann mikla virðingu og var
talinn kaupmannavinur. Sér í lagi var hann í miklum kunnleikum við
þá er ráku hér verzlun Clausens gamla. Bjarni Sandholt, lausakaup-
maður, mágur Clausens, kom fjöldamörg ár á Borðeyri, og var Ólafur
honum handgenginn. En sagt var, að Bjarni hefði ekki verið nein
fyrirmynd að veglyndi eða menntun. Og það var sannfæring margra
manna, að Ólafur hefði eitt sinn snúið aftur, hér við fjarðarmynnið,
lausakaupmanni, Carl Fredrik Glad frá Kjöge … .9
Talið var víst að Ólafur gerði þetta fyrir orð Sandholts því að
Glad var seinna á ferðinni. Hvað sem satt er í þessu hlaut Ólafur
mikið ámæli hjá alþýðu fyrir. Gremja manna var svo mikil að
ýmsir fóru að yrkja um atvikið. Magnús Hrútfjörð, karl í sýslunni,
orti þessa vísu um Ólaf:
Þjóðníðingur þaut af stað
á þóftunað;
sneri aftur gildum Glad
um geirhvalshlað.10
Það sem hér er sagt um lausakaupmennsku og siglingar til
Borðeyrar frá 1848 er að mestu eftir merkri grein eftir Jónadab
Guðmundsson sem birtist í blaðinu Vanadís árið 1915 undir
nafninu „Fyrsta Borðeyrarverslun“. Jónadab var lengi ferjumaður
milli skips og lands á Borðeyri í kauptíð spekúlanta og bjó á
Borðeyri um hríð. Verður nú Jónadab gefið orðið um stund:
Kvenfólk var afarfíkið í að fara út í spekúlantana, komu þær oft
hundruðum saman á Borðeyri og var tanginn stundum fullur. Var þá
orðtak þeirra dönsku: „Margur pilsungi“.
9 Finnur Jónsson, Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld: minnisblöð Finns á Kjörseyri, Akur-
eyri 1945, bls. 202–03.
10 Finnur Jónsson, Þjóðhættir og ævisögur frá 19. öld: minnisblöð Finns á Kjörseyri, Akur-
eyri 1945, bls. 203.