Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 45
43
á 8 skildinga, tóuskinn mórauð á 4 dali en hvít á 2 dali. Selskinn voru
ekki seld.
Framanaf komu spekulantar sér saman um vöruverðið áður en
þeir byrjuðu verslunina, en er Glad spekulant kom á skipi sínu Agnet
í Köje þá sveik hann alla þá samninga. Seldi miklu ódýrar og gaf betur
fyrir innlendu vöruna. Glad seldi t.d. kaffið á 20 skildinga, sem hinir
seldu á ríkisort.12 Kom Glad hvert sumarið eftir annað og urðu hinir
spekulantarnir að breyta vöruverði sínu eftir honum hvort sem þeim
var það ljúft eða leitt.
Árið 1853 kom og Jóhannes forgilti frá Reykjavík. Var það skip Gros-
seraverslunarinnar og með því Jón Stefánsson frá Straumi á Skógar-
strönd, hét Clausen skipstjóri. Ekki kom það skip oftar. Þá kom og
einu sinni Ásgeir Ásgeirsson frá Ísafirði síðar etazráð. Hét skip hans
Lovisa. Þorlákur kaupmaður Jóhnsson frá Reykjavík kom og eitt sum-
ar á ensku skipi og ýmsir fleiri komu, er ekki verða hér taldir.
Það var venja spekúlanta að taka sér einn hátíðisdag. Völdu þeir til
þess afmæli Clausens gamla í Stykkishólmi. Fóru þeir þá út að Reykja-
laug og voru þar sem hveralækurinn skiftist og síðan er kallaður
Kaupmannahólmi. Höfðu þeir með sér klyfjahesta og á þeim svíns-
flesk, skonrok, öl, brennivín og romm. Voru þangað allir velkomnir
og hverjum veitt eftir vild. Notuðu héraðsmenn vel boðið og var að-
sókn sem á hvalfjöru. Enginn kvenmaður sótti þá samkomu.
Annars var yfirleitt hver dagurinn öðrum líkur meðan spekúlant-
arnir voru við Borðeyri.
Klukkan að ganga 6 á morgnana fór kokkurinn á fætur og ferju-
maðurinn. Var þá oft komið margt fólk á tangann. Gekk svo ferjan
milli skips og lands allan daginn og langt fram á nótt og oftast hlaðin
af fólki og ull og annari vöru. Allir fengu frítt far.
Flestir spekúlantar létu hönd selja hendi, en Bjarni Sandholt og
Bryde lánuðu nær eftir vild.13
Siglingar lausakaupmanna til Borðeyrar stóðu í 31 ár, árið 1879
var þeim hætt. Eftir það er aðeins um fasta verslun að ræða.
Péturs þáttur Eggerz og Félagsverslunin við Húnaflóa
Sá maður sem með réttu má kallast faðir Borðeyrar er Pétur
12 Ríkisort var jafngildi 24 skildinga.
13 Jónadab Guðmundsson: „Fyrsta Borðeyrarverslun,“ Vanadís 1(1915), bls. 211–14.