Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 47
45
byggði hæð ofan á húsið. Þetta hús brann til grunna í brunanum
mikla á Borðeyri 1941, þá í eigu Kaupfélagsins.
Öllum má ljóst vera af þessari byggingarsögu, sem spannar ekki
nema tæpan áratug, að Pétur Eggerz var ekki neinn meðalmaður.
Hann átti sér stóra drauma og náði að hrinda í framkvæmd ótrú-
lega miklu á skömmum tíma. En áður en fleiri athafna hans er
getið er rétt að kynna sér hvað samtímamaður Péturs í héraðinu
og góður kunningi segir um hann. Í minnisblöðum sínum segir
Finnur Jónsson á Kjörseyri:
Eins og gengur varð Pétur fyrir ómildum dómum, sem aðrir kaup-
menn. Voru margir þeirra dóma óréttlátir og náðu engri átt. Aftur er
það sannfæring mín, að Pétur hafi verið til annars betur lagaður en
kaupmennskunnar. Ég hygg, að hefði hann lesið læknisfræði, hefði
hann orðið frægur læknir. Hann var mjög nákvæmur við þá, sem
sjúkir voru, hafði sérlega gott vit á lækningum og hjálpaði ótal mörg-
um. Líka var hann einkar laginn að teikna og mála, og þess sagðist
hann hafa verið hæfastur til. Einnig var hann bezti smiður, þegar
hann tók á því, og í einu orði sagt, var hann með listfengustu mönn-
um, sem ég hefi haft kynni af. Ég kynntist honum í fjölda mörg ár, og
Riishús. Ljósm.: Lilja Sigurðardóttir, tekin 2000.