Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 49

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 49
47 bréf þeirra félaga í farangri sínum en Pétur stjórnaði samskotum heima í héraði og þau urðu allmikil um nærliggjandi sýslur. Í bréfi til Jóns Sigurðssonar í febrúar 1868 segir Pétur: Ég verð líka að minnast á, hvað við Torfi Bjarnason frá Þingeyrum og nokkrir Hrútfirðingar erum að gera tilraun til að koma hér á fót, þó að það sé ennþá ekki komið einu sinni á annað hnéð, en það er al- þýðuskóli, hvar unglingar og vaxnir menn, 10 ára og eldri, geti fengið næga tilsögn í skrift, réttritun, reikningslist, landafræði, sögu, dönsku, ensku og máske fleiru […] Torfi ráðgerir að fara suður í Reykjavík og skrifa yður þaðan greinilegar um þetta um leið og hann lætur prenta boðsbréf um samskot til skólahússbyggingarinnar.16 Hinn 20. desember 1868 skrifar Pétur Torfa. Þá hafði skóli staðið fram að þessum tíma. Kennari var Jónas Björnsson frá Þórormstungu í Vatnsdal en hann var prestlærður og varð síðar prestur á Ríp. Pétur segir samskotin aukast og að til sín séu komnir 800 ríkisdalir. Í Húnavatnssýslu voru veruleg samskot en seinna ákváðu ráðamenn þar að færa 600 ríkisdali af þeim til kvennaskólans á Ytri-Ey. Til frekara skólahalds á Borðeyri kom ekki og hugmyndin náði aldrei að komast vel á legg. En öruggt má telja að hún varð hvati til framfara sem breiddist út um nærliggjandi héruð, kom róti á hug manna og eggjaði til dáða. Hið eina sem minnir áþreifanlega á þessa alþýðuskólavakningu í dag er sparisjóðsbók í Sparisjóði Hrútfirðinga sem skráð er á Alþýðuskólasjóð Borðeyrar. Hefur þessi bók fylgt Sparisjóðnum alla tíð. En önnur stórvirki taka nú hug Péturs og þau sem hann er kunnastur af. Talið er að árið 1869 hafi verið í gangi töluverð umræða um stofnun verslunarfélags fyrir byggðarlögin við Húna- flóa. Það var Páll J. Vídalín, alþingismaður í Víðidalstungu, mágur Péturs, sem bar fyrstur upp tillögu þess efnis á fundi á Þingeyrum 8. október 1869.17 Tillagan fékk góðar undirtektir og voru Páll 16 Guðmundur Eggerz, Minningabók Guðmundar Eggerz sýslumanns, Reykjavík 1952, bls. 9–10. 17 Nokkuð víða hefur sú villa ratað á prent að félagið hafi verið stofnað þennan dag. Eflaust má rekja hana til ritlingsins [Björn M. Ólsen], Sendibrjef til Húnvetninga og Skagfirðinga, og annara Íslendinga, sem unna verzlunarfrelsi um fjelagsverzlunina við Húnaflóa, frá Húnrauði Márssyni, verzlunarþjóni. Kaupmannahöfn 1872; sbr. Arnór Sigurjónsson, Íslensk samvinnufélög hundrað ára, Reykjavík 1944, bls. 138–39.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.