Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 49
47
bréf þeirra félaga í farangri sínum en Pétur stjórnaði samskotum
heima í héraði og þau urðu allmikil um nærliggjandi sýslur. Í
bréfi til Jóns Sigurðssonar í febrúar 1868 segir Pétur:
Ég verð líka að minnast á, hvað við Torfi Bjarnason frá Þingeyrum og
nokkrir Hrútfirðingar erum að gera tilraun til að koma hér á fót, þó
að það sé ennþá ekki komið einu sinni á annað hnéð, en það er al-
þýðuskóli, hvar unglingar og vaxnir menn, 10 ára og eldri, geti fengið
næga tilsögn í skrift, réttritun, reikningslist, landafræði, sögu, dönsku,
ensku og máske fleiru […] Torfi ráðgerir að fara suður í Reykjavík og
skrifa yður þaðan greinilegar um þetta um leið og hann lætur prenta
boðsbréf um samskot til skólahússbyggingarinnar.16
Hinn 20. desember 1868 skrifar Pétur Torfa. Þá hafði skóli
staðið fram að þessum tíma. Kennari var Jónas Björnsson frá
Þórormstungu í Vatnsdal en hann var prestlærður og varð síðar
prestur á Ríp. Pétur segir samskotin aukast og að til sín séu
komnir 800 ríkisdalir. Í Húnavatnssýslu voru veruleg samskot en
seinna ákváðu ráðamenn þar að færa 600 ríkisdali af þeim til
kvennaskólans á Ytri-Ey.
Til frekara skólahalds á Borðeyri kom ekki og hugmyndin náði
aldrei að komast vel á legg. En öruggt má telja að hún varð hvati
til framfara sem breiddist út um nærliggjandi héruð, kom róti á
hug manna og eggjaði til dáða. Hið eina sem minnir áþreifanlega
á þessa alþýðuskólavakningu í dag er sparisjóðsbók í Sparisjóði
Hrútfirðinga sem skráð er á Alþýðuskólasjóð Borðeyrar. Hefur
þessi bók fylgt Sparisjóðnum alla tíð.
En önnur stórvirki taka nú hug Péturs og þau sem hann er
kunnastur af. Talið er að árið 1869 hafi verið í gangi töluverð
umræða um stofnun verslunarfélags fyrir byggðarlögin við Húna-
flóa. Það var Páll J. Vídalín, alþingismaður í Víðidalstungu, mágur
Péturs, sem bar fyrstur upp tillögu þess efnis á fundi á Þingeyrum
8. október 1869.17 Tillagan fékk góðar undirtektir og voru Páll
16 Guðmundur Eggerz, Minningabók Guðmundar Eggerz sýslumanns, Reykjavík 1952,
bls. 9–10.
17 Nokkuð víða hefur sú villa ratað á prent að félagið hafi verið stofnað þennan dag.
Eflaust má rekja hana til ritlingsins [Björn M. Ólsen], Sendibrjef til Húnvetninga og
Skagfirðinga, og annara Íslendinga, sem unna verzlunarfrelsi um fjelagsverzlunina við
Húnaflóa, frá Húnrauði Márssyni, verzlunarþjóni. Kaupmannahöfn 1872; sbr. Arnór
Sigurjónsson, Íslensk samvinnufélög hundrað ára, Reykjavík 1944, bls. 138–39.