Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 59
57
lagði það upp nær 1200 rúgsekki. Veturinn hafði reyndar verið
mildur en í Strandasýslu var víða haglítið.
Þessi harðindi urðu til þess að ýta enn undir ferðir manna til
Vesturheims. Frá því er sagt að á hverju ári safnaðist saman á
Borðeyri hópur vesturfara og biðu þar eftir skipi. Enginn gat vitað
hvenær skipið kæmi og áræddi fólkið ekki að fara lengra frá
staðnum en á næstu bæi. Vesturfarar höfðu með sér tjöld og við-
legubúnað og komu sér fyrir á tanganum, sumir á austureyrinni,
uppi í lækjargilinu eða yfirleitt hvar sem tjaldstæði var að finna.
Eitt sinn biðu um 300 manns á Borðeyri eftir skipi í sjö vikur. Það
var árið 1887. Skipið (Camoens) sem átti að taka fólkið laskaðist í
ís á Norðurfirði og var gert við það þar til bráðabirgða en síðan
siglt til Englands þar sem viðgerð var lokið. Svo var siglt til Íslands
aftur að sækja vesturfarana. Fólkið sem beið á Borðeyri við léleg-
an kost og slæman aðbúnað vissi ekkert um ferðir skipsins fyrr en
löngu síðar. Flest þetta fólk hafði tekið sig upp frá búum sínum
fyrir fátæktar sakir og vegna hinna miklu harðinda.
Sumarið 1888 byggir Clausensverslun heila hæð ofan á verslun-
arhús sitt og var það þá orðin stór og myndarleg bygging. Sam-
kvæmt frásögn Sigurbjarna Jóhannessonar, sem var starfsmaður
Clausenverslunar frá 1889, var sú verslun í uppgangi er hann kom
þar til starfa. Aftur á móti taldi hann verslun Bryde vera að drag-
ast verulega saman. Lánaverslun var á þessum tíma búin að ná
hámarki og bændur jöfnuðu viðskipti sín á milli með milliskrift í
kaupstaðnum, sömuleiðis voru opinber gjöld greidd með ávísun
á þann kaupmann er skipt var við. Útistandandi skuldir voru
miklar við hver áramót og vörulager þurfti að vera stór þar sem
sigling kom aðeins tvisvar á ári, vor og haust.
Árið 1890 varð sú breyting á að Hans A. Clausen seldi Borð-
eyrarverslun Richard P. Riis sem var búinn að vera í þjónustu
Clausens um nokkurra ára skeið og hafði meðal annars rekið
lausakaupsverslun í Skeljavík við Steingrímsfjörð að sumrinu. Ári
síðar flutti Riis til Borðeyrar og tók við verslunarstjórninni en Bi-
ering verslunarstjóri flutti brott.
Í apríl 1892 keypti Riis einnig Brydeverslun, hús, vöruleifar og
skuldir, og var þá ekki nema um eina verslun að ræða á Borðeyri
fyrst um sinn. Margir óttuðust þá aðstöðu er kaupmaðurinn hafði
þegar hann var einn um hituna en sá ótti reyndist ástæðulaus. Riis