Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 59

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 59
57 lagði það upp nær 1200 rúgsekki. Veturinn hafði reyndar verið mildur en í Strandasýslu var víða haglítið. Þessi harðindi urðu til þess að ýta enn undir ferðir manna til Vesturheims. Frá því er sagt að á hverju ári safnaðist saman á Borðeyri hópur vesturfara og biðu þar eftir skipi. Enginn gat vitað hvenær skipið kæmi og áræddi fólkið ekki að fara lengra frá staðnum en á næstu bæi. Vesturfarar höfðu með sér tjöld og við- legubúnað og komu sér fyrir á tanganum, sumir á austureyrinni, uppi í lækjargilinu eða yfirleitt hvar sem tjaldstæði var að finna. Eitt sinn biðu um 300 manns á Borðeyri eftir skipi í sjö vikur. Það var árið 1887. Skipið (Camoens) sem átti að taka fólkið laskaðist í ís á Norðurfirði og var gert við það þar til bráðabirgða en síðan siglt til Englands þar sem viðgerð var lokið. Svo var siglt til Íslands aftur að sækja vesturfarana. Fólkið sem beið á Borðeyri við léleg- an kost og slæman aðbúnað vissi ekkert um ferðir skipsins fyrr en löngu síðar. Flest þetta fólk hafði tekið sig upp frá búum sínum fyrir fátæktar sakir og vegna hinna miklu harðinda. Sumarið 1888 byggir Clausensverslun heila hæð ofan á verslun- arhús sitt og var það þá orðin stór og myndarleg bygging. Sam- kvæmt frásögn Sigurbjarna Jóhannessonar, sem var starfsmaður Clausenverslunar frá 1889, var sú verslun í uppgangi er hann kom þar til starfa. Aftur á móti taldi hann verslun Bryde vera að drag- ast verulega saman. Lánaverslun var á þessum tíma búin að ná hámarki og bændur jöfnuðu viðskipti sín á milli með milliskrift í kaupstaðnum, sömuleiðis voru opinber gjöld greidd með ávísun á þann kaupmann er skipt var við. Útistandandi skuldir voru miklar við hver áramót og vörulager þurfti að vera stór þar sem sigling kom aðeins tvisvar á ári, vor og haust. Árið 1890 varð sú breyting á að Hans A. Clausen seldi Borð- eyrarverslun Richard P. Riis sem var búinn að vera í þjónustu Clausens um nokkurra ára skeið og hafði meðal annars rekið lausakaupsverslun í Skeljavík við Steingrímsfjörð að sumrinu. Ári síðar flutti Riis til Borðeyrar og tók við verslunarstjórninni en Bi- ering verslunarstjóri flutti brott. Í apríl 1892 keypti Riis einnig Brydeverslun, hús, vöruleifar og skuldir, og var þá ekki nema um eina verslun að ræða á Borðeyri fyrst um sinn. Margir óttuðust þá aðstöðu er kaupmaðurinn hafði þegar hann var einn um hituna en sá ótti reyndist ástæðulaus. Riis
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.