Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 71

Strandapósturinn - 01.06.2013, Síða 71
69 Inngangur Ég er fæddur 20. nóvember 1898 í Ófeigsfirði á Ströndum. Foreldrar mínir voru Guðmundur [Pétursson] bóndi þar og seinni kona hans, Sigrún Ásgeirsdóttir frá Heydalsá, Sigurðssonar. Var ég áttunda barn þeirra hjóna en móðir mín lést 22. desem- ber 1902, 33 ára gömul. Höfðu þau þá átt tíu börn en af því ell- efta lést hún ásamt barninu. Þá var norðan frosthörkubylur og vart fært milli bæja en engan lækni að fá nær en frá Smáhömrum innan Steingrímsfjarðar eða frá Ísafirði. Það var því engrar læknishjálpar að vænta í þetta sinn fremur en vant var á þessum tímum og þessum slóðum. Með fyrri konu sinni, Elísabetu Þorkelsdóttur í Ófeigsfirði, hafði pabbi átt fimm börn. Af þeim komust upp tvær dætur, Jensína Guðrún sem stóð fyrir búi föður okkar frá 1902 til 1911 er hún giftist og Elísabet sem var gift og farin að heiman áður en ég fæddist. Af okkur, seinni konu börn- unum, komust sjö til fullorðinsára, fjórir synir og þrjár dætur. Ég hef víst verið orðinn nokkuð gamall peladrengur þegar mér varð það á að brjóta pelann minn. Að minnsta kosti er fyrsta end- urminning mín bundin því atviki, líklega verið á þriðja ári, enda fékk ég ekki fleiri pela að totta þar eð fleiri slíkir voru ekki til á heimilinu að sagt var. Í þá tíð var þetta nógu slæmt til að setjast að í minningunni og lúra þar til þessa. Heldur er það fátt sem ég man til móður minnar enda aðeins röskra fjögurra ára er hún lést. Þó minnist ég nokkurra atburða tengdra henni og hafa þeir þá líklega orðið á síðasta æviári henn- ar. Ég minnist þess er hún og pabbi komu eitt sinn ríðandi vestan yfir Ófeigsfjarðarheiði og voru þá að koma frá Ísafirði. Gaf hún okkur krökkunum þá eitthvað gott í munninn og gleðin var mikil bæði vegna þess og þá ekki síður yfir heimkomu pabba og mömmu. Ég man aðeins eftir einni refsingu sem ég og leikfélagi minn hlutum af hennar hendi. Hafði ég af einhverjum prakk- araskap pissað í buxurnar en hann sagt henni frá þessu ódæði mínu, en að klaga félaga sinn þótti heldur ekki gott á þessu heim- ili. Refsingin var sú að hún fór með okkur báða út að bæjarlækn- um, klæddi okkur úr ytri fötunum og baðaði okkur í læknum. Síðan vorum við berháttaðir niður í rúm en ekki man ég hve lengi við máttum liggja þar áður en við fengum að klæðast aftur. Enn fremur man ég þegar hún bjargaði mér úr fjóstunnunni. Við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.