Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 93

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 93
91 Það gildir sama hér og áður að ég er ekki fullkomlega viss um spilaröðina frá hjartatvisti og niður að ásum enda jafnlangt síðan ég hefi spilað þessi spil. Púkk og pikket man ég ekki eftir að spilað væri. Upp úr 1912 fóru að berast til okkar fleiri spil sem þá voru ný af nálinni ef svo má segja. Má þar fyrst nefna brú (bridge) sem nú er mikið spilað en var þá með allt öðrum sagnmáta er breyttist þó fljótt í átt til þess sem nú er. Þá eða nokkru síðar komu einnig á markaðinn hin svokölluðu hasarspil hvert af öðru eins og lú eða köttur, lander, tuttugu og eitt og jafnvel póker. Ekki voru þó þessi síðasttöldu spil spiluð upp á peninga af öðrum en þeim sem voru komnir yfir fermingaraldur og aldrei svo hátt að numið hafi háum upphæðum. Var þá einnig farið að spila lomber með sólókoppi. Mun þessi spilamennska hafa borist okkur vestan frá Ísafjarðar- djúpi en á þessum árum fór töluvert orð af mikilli spilamennsku þar um slóðir og stundum um nokkuð háar upphæðir að sagt var. Það voru nú aðeins tveir okkar bræðra, ég og Pétur, sem áhuga höfðu á þessum spilum, að vísu spilaði Torfi stöku sinnum en Ás- geir mjög sjaldan og systurnar aldrei upp á peninga. Auk okkar spiluðu 2–3 aðrir heimamenn og stundum gestkomandi menn. Þetta er víst nóg um spilamennsku. Glímur voru fremur lítið iðkaðar nema þá helst þegar aðkomu- drengi á aldri við okkur bar að garði. Voru það helst Eyrar- og Ingólfsfjarðarbræður og piltur sem ólst upp á Seljanesi, næsta bæ við okkar, en þeir voru allkræfir glímumenn. Stundum var þó farið í bændaglímu þegar svo vildi til að margir piltar komu sam- an einhvers staðar í sveitinni, t.d. við fjallskilaréttir á haustin. Ýmsar smákúnstir í líkamsæfingum vorum við oft að gera eins og að rífa ræfil úr svelli, reisa mann upp frá dauðum, flá kött, fara á jómfrú o.s.frv. sem ekki tekur að nefna. Dansar. Eftirfarandi dönsum man ég eftir að dansaðir voru fyrir 1910: ræll, polki, vals, Óli skans, fingrapolki, vínarkruss, skottís og síðar klappenaði. Ekki veit ég hvaðan eða hvernig þess- ir dansar hafa borist til okkar og leikni okkar í þeim var fráleitt á háu stigi þó allt væri þetta borið við þegar svo bar undir. Var það helst þegar frændfólk okkar á Dröngum átti leið um hjá okkur í kirkju- eða verslunarferðum til Norðurfjarðar og gisti þá gjarnan þar eð bæjarleiðir til norðurs voru langar, einnig til vesturs fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.