Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 93
91
Það gildir sama hér og áður að ég er ekki fullkomlega viss um
spilaröðina frá hjartatvisti og niður að ásum enda jafnlangt síðan
ég hefi spilað þessi spil. Púkk og pikket man ég ekki eftir að spilað
væri.
Upp úr 1912 fóru að berast til okkar fleiri spil sem þá voru ný
af nálinni ef svo má segja. Má þar fyrst nefna brú (bridge) sem nú
er mikið spilað en var þá með allt öðrum sagnmáta er breyttist þó
fljótt í átt til þess sem nú er. Þá eða nokkru síðar komu einnig á
markaðinn hin svokölluðu hasarspil hvert af öðru eins og lú eða
köttur, lander, tuttugu og eitt og jafnvel póker. Ekki voru þó þessi
síðasttöldu spil spiluð upp á peninga af öðrum en þeim sem voru
komnir yfir fermingaraldur og aldrei svo hátt að numið hafi háum
upphæðum. Var þá einnig farið að spila lomber með sólókoppi.
Mun þessi spilamennska hafa borist okkur vestan frá Ísafjarðar-
djúpi en á þessum árum fór töluvert orð af mikilli spilamennsku
þar um slóðir og stundum um nokkuð háar upphæðir að sagt var.
Það voru nú aðeins tveir okkar bræðra, ég og Pétur, sem áhuga
höfðu á þessum spilum, að vísu spilaði Torfi stöku sinnum en Ás-
geir mjög sjaldan og systurnar aldrei upp á peninga. Auk okkar
spiluðu 2–3 aðrir heimamenn og stundum gestkomandi menn.
Þetta er víst nóg um spilamennsku.
Glímur voru fremur lítið iðkaðar nema þá helst þegar aðkomu-
drengi á aldri við okkur bar að garði. Voru það helst Eyrar- og
Ingólfsfjarðarbræður og piltur sem ólst upp á Seljanesi, næsta bæ
við okkar, en þeir voru allkræfir glímumenn. Stundum var þó
farið í bændaglímu þegar svo vildi til að margir piltar komu sam-
an einhvers staðar í sveitinni, t.d. við fjallskilaréttir á haustin.
Ýmsar smákúnstir í líkamsæfingum vorum við oft að gera eins og
að rífa ræfil úr svelli, reisa mann upp frá dauðum, flá kött, fara á
jómfrú o.s.frv. sem ekki tekur að nefna.
Dansar. Eftirfarandi dönsum man ég eftir að dansaðir voru
fyrir 1910: ræll, polki, vals, Óli skans, fingrapolki, vínarkruss,
skottís og síðar klappenaði. Ekki veit ég hvaðan eða hvernig þess-
ir dansar hafa borist til okkar og leikni okkar í þeim var fráleitt á
háu stigi þó allt væri þetta borið við þegar svo bar undir. Var það
helst þegar frændfólk okkar á Dröngum átti leið um hjá okkur í
kirkju- eða verslunarferðum til Norðurfjarðar og gisti þá gjarnan
þar eð bæjarleiðir til norðurs voru langar, einnig til vesturs fyrir