Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 96

Strandapósturinn - 01.06.2013, Blaðsíða 96
94 þess vart meiri en 2 sjómílur á klukkustund með sex mönnum undir árum. Ekki man ég nú um hvaða leyti dags við fórum að heiman en við fengum logn uns við vorum komnir þvert af Reykjaneshyrnu með stefnu á Spákonufell. Fór þá að leggja kul inn Flóann svo við komumst undir segl. Fór vindur smá vaxandi og var orðinn allhvass er við nálguðumst austurströndina. Lens- uðum við þá inn fyrir Ytri-Ey og lögðumst þar fyrir dreka því að ekki þótti ráðlegt að sigla hlöðnu skipinu undan knappri straum- kviku og móti þungum straumi sem jafnan liggur frá ósi Blöndu út með bökkunum norðan hans, því fremur sem vindur var all- hvass en skipið með nokkurt háfermi eins og verða vill í viðar- flutningum. Annars er mjög mikill vandi að ferma skip með reka- viði ef vel á að fara og ekki ætlandi öðrum en vönum og vandvirkum mönnum. Það mun hafa verið að kvöldi sem við lögðumst þarna undir eyjunni en seinni hluta nætur var vindur svo lægður að fært þótti að halda ferðinni áfram. Var nú drekinn dreginn upp og siglt inn með bökkunum og er komið var inn undir árósinn var sjólag orðið það gott að við gátum lagst að bryggju utan óssins en inn í sjálfan ósinn þurftum við að komast til að geta affermt skipið innan við sand- eða leireyri sem venju- lega skagar út í árósinn frá öðru hvoru landinu. Lega óssins er mjög breytileg svo ekki verður farið inn í hann nema með leið- sögn kunnugs manns og ekki nema aðfall sé og komið að háflæði. Leiðsögumaður fékkst fljótlega en þá varð að bíða flóðsins nokkr- ar stundir en á meðan jókst vindurinn og kvikan svo við urðum að hrökklast frá bryggjunni og leggjast fyrir dreka. Loks kom að því að leiðsögumaður taldi ráð að leggja í ósinn. Var þá létt stjóra og segl dregin upp og siglt fullum seglum inn í ána og lagt að eyrinni innanverðri sem þá var sunnanverðu árinnar. Þarna var sérlega gott athafnasvæði til affermingar. En hægt fannst mér miða inn sjálfan ósinn þrátt fyrir bráðaleiði en straumurinn var þungur á móti og kvikan kröpp á eftir svo að sauð á keipum. Kaupendur farmsins minnir mig að hafi verið Sigurður Sig- urðsson á Húnstöðum og Björn Eysteinsson í Grímstungu. Sig- urður fór með okkur pabba og Pétur bróður minn heim til sín að Húnstöðum en við bræður vorum ekki fleiri á skipinu í þessari ferð. Setti hann undir okkur þrjá gæðinga og var óspart sprett úr spori á leiðinni. Veitingar voru rausnarlegar hjá Sigurði sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Strandapósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.