Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 98

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 98
96 unglingi. Byssan var framhlaðin en afturhlaðning hafði ég þá enn ekki séð en næsta ár var farið að selja þá í versluninni á Norður- firði. Ég hafði til þessa aðeins fengið að leika mér með barna- byssur utan nokkrum sinnum er ég hafði fengið að skjóta til marks með byssum eldri bræðra minna og undir þeirra eftirliti en þeir voru þá lengi búnir að eiga byssur og skjóta fugla og refi. Ás- geir var sérlega laginn veiðimaður og afbragðsskytta. Skaut [hann] einn veturinn 13 refi í útilegum. Pabba var nú ekkert um það gefið að kaupa handa mér byssuna en ekki var það vegna verðsins, sem var 12 krónur, heldur fannst honum ég vera of ungur til að handleika svo hættulegt verkfæri. Að lokum fór þó svo að byssuna fékk ég til eignar og umráða, að vísu eftir allítarleg fyrirmæli um meðhöndlun hennar og af minni hálfu hátíðleg loforð um að hlíta þeim fyrirmælum sem voru meðal annars um það að bera hana aldrei með hvellhettuna á kveikjutuðunni. Ég tel mig hafa hlítt þessum ráðum föður míns nokkuð samvisku- samlega, að minnsta kosti varð aldrei neitt slys af þessari byssu. Faðir minn og ég gistum þessar tvær nætur, sem við vorum á Blönduósi, hjá góðkunningjum hans, sæmdarhjónunum Ingi- björgu Lárusdóttur og Ólafi Ólafssyni. Vafalaust höfum við einnig matast og drukkið hjá þessum góðu hjónum en allt um það er mér nú gleymt og grafið. Annars vorum við á flökti þessa daga milli kunningja pabba en þeir voru margir á staðnum og víða þáðum við góðgerðir. Ekki man ég heldur hvar félagar okkar héldu sig mest. Ef til vill hafa þeir haldið sig aðallega við skipið enda þurftu þeir oftast að vera þar viðlátnir bæði vegna afgreiðslu viðarins og svo þurfti oft að hagræða skipinu við eyrina eftir því sem hækkaði eða lækkaði í ósnum. Líklegt þykir mér að þeir hafi einnig lagt sig þarna til skiptis annaðhvort á eyrinni eða í skipinu og þá breitt yfir sig segl. Það var venjulegast að menn væru flestir við skip í svona ferðum þegar legið var við land þar eð alltaf gat veður skyndilega breyst til hins verra eða eitthvað það að höndum borið að manna þyrfti skjótlega við ef vel skyldi farnast. Matur var ætíð hafður í skipinu í þessum viðarferðum í fjarlæg héruð, einn- ig eldunartæki svo hægt væri að hita kaffi og sjóða mat enda var það alltaf gert eftir þörfum væri veður ekki svo vont á rúmsjó að ekki þætti fært að taka upp eld í þeim frumstæðu eldunartækjum er við höfðum. Þetta voru sömu eldunartækin og notuð voru í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.