Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 98
96
unglingi. Byssan var framhlaðin en afturhlaðning hafði ég þá enn
ekki séð en næsta ár var farið að selja þá í versluninni á Norður-
firði. Ég hafði til þessa aðeins fengið að leika mér með barna-
byssur utan nokkrum sinnum er ég hafði fengið að skjóta til
marks með byssum eldri bræðra minna og undir þeirra eftirliti en
þeir voru þá lengi búnir að eiga byssur og skjóta fugla og refi. Ás-
geir var sérlega laginn veiðimaður og afbragðsskytta. Skaut
[hann] einn veturinn 13 refi í útilegum. Pabba var nú ekkert um
það gefið að kaupa handa mér byssuna en ekki var það vegna
verðsins, sem var 12 krónur, heldur fannst honum ég vera of
ungur til að handleika svo hættulegt verkfæri. Að lokum fór þó
svo að byssuna fékk ég til eignar og umráða, að vísu eftir allítarleg
fyrirmæli um meðhöndlun hennar og af minni hálfu hátíðleg
loforð um að hlíta þeim fyrirmælum sem voru meðal annars um
það að bera hana aldrei með hvellhettuna á kveikjutuðunni. Ég
tel mig hafa hlítt þessum ráðum föður míns nokkuð samvisku-
samlega, að minnsta kosti varð aldrei neitt slys af þessari byssu.
Faðir minn og ég gistum þessar tvær nætur, sem við vorum á
Blönduósi, hjá góðkunningjum hans, sæmdarhjónunum Ingi-
björgu Lárusdóttur og Ólafi Ólafssyni. Vafalaust höfum við einnig
matast og drukkið hjá þessum góðu hjónum en allt um það er
mér nú gleymt og grafið. Annars vorum við á flökti þessa daga
milli kunningja pabba en þeir voru margir á staðnum og víða
þáðum við góðgerðir. Ekki man ég heldur hvar félagar okkar
héldu sig mest. Ef til vill hafa þeir haldið sig aðallega við skipið
enda þurftu þeir oftast að vera þar viðlátnir bæði vegna afgreiðslu
viðarins og svo þurfti oft að hagræða skipinu við eyrina eftir því
sem hækkaði eða lækkaði í ósnum. Líklegt þykir mér að þeir hafi
einnig lagt sig þarna til skiptis annaðhvort á eyrinni eða í skipinu
og þá breitt yfir sig segl. Það var venjulegast að menn væru flestir
við skip í svona ferðum þegar legið var við land þar eð alltaf gat
veður skyndilega breyst til hins verra eða eitthvað það að höndum
borið að manna þyrfti skjótlega við ef vel skyldi farnast. Matur var
ætíð hafður í skipinu í þessum viðarferðum í fjarlæg héruð, einn-
ig eldunartæki svo hægt væri að hita kaffi og sjóða mat enda var
það alltaf gert eftir þörfum væri veður ekki svo vont á rúmsjó að
ekki þætti fært að taka upp eld í þeim frumstæðu eldunartækjum
er við höfðum. Þetta voru sömu eldunartækin og notuð voru í