Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 102

Strandapósturinn - 01.06.2013, Side 102
100 síðan fram allan Bjarnarfjarðarháls, norður Trékyllisheiði, austan Búrfells og norður í Ófeigsfjörð. Komum þangað laust eftir mið- nætti steinuppgefnir. Höfðum fengið líðilegasta göngufæri, sér- staklega eftir að við komum á heiðina, þá skellti á okkur bleytu- kafaldsbyl og göngufærið varð þannig að hvorki var hægt að ganga á skíðunum eða draga þau svo við urðum að bera þau ásamt pokaskjöttunum sem við höfðum meðferðis og auðvitað urðum við holdvotir inn að skinni í bleytukafaldinu. Ég man naumast eftir að ég hafi í annað sinn orðið öllu þreyttari heldur en ég var síðasta spölinn heim að bænum enda varð Sigurgeir þá að bæta á sig poka mínum og skíðum svo að ég gæti dragnast heim að bænum. Tveimur eða þremur árum síðar fór ég gangandi inn að Óspakseyri að finna systur mína en þá voru þau hjónin flutt þang- að. Fylgdist ég þá með Torfa bróður mínum inn að Hólmavík en hann var þá sýslunefndarmaður og þurfti að sitja þar sýslufund. Önnur systir mín, Ragnheiður, var þá gift Guðbrandi Björnssyni frá Smáhömrum og bjuggu þau á Hvalsá í Tungusveit en þetta var á fyrsta búskaparári þeirra. Gat ég því sameinað heimsókn til þeirra beggja, systra minna, í sömu ferðinni, skrapp því þarna inn eftir á meðan Torfi sat sýslufundinn, gisti í báðum leiðum hjá Ragnheiði og var og tvær nætur hjá Jensínu á Óspakseyri. Læt ég þetta nægja um langferðir mínar á barns- og unglings- árum, og víst nóg komið. Að vísu fór ég nokkrum sinnum gang- andi yfir Ófeigsfjarðarheiði en það var ekki fyrr en á árunum 1915–1920 og þá kominn til meiri þroska. En svona var nú ferða- mátinn á þessum árum, eiginlega ekkert farið á vetrum nema gangandi, í það minnsta í norðurhluta Strandasýslu, enda tíðast allt á kafi í snjó og því ófært með hesta. Hátíðahald, veislur og samkomur Á aðfangadagskvöld, þegar venjulegum heimilisstörfum var lokið og allir höfðu þvegið sér hátt og lágt og klæðst spariföt- unum, safnaðist allt fólkið saman í baðstofunni til guðsþjónustu. Voru þá sungnir sálmarnir „Í Betlehem er barn oss fætt“ og „Heims um ból“ og lesin jólahugvekjan. Jensína, systir mín, hóf jafnan sönginn því að hún var lagvís og hafði góða söngrödd en Ásgeir afi las alltaf alla húslestra meðan hann hélt sjóninni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.