Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 107

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 107
105 ar. Ekki man ég hve margt fólk gat matast við þetta borð né held- ur hve margt var í þessari veislu en varla mun það hafa verið færra en 70 manns með heimafólki. Nægar voru veitingar og áfengis- bann ekki komið svo til framkvæmda að vín væri ekki nóg á borð- um. (En ekki neytti ég þess í þetta sinn sem í afmæli Ófeigs forð- um.) Þarna var mikið fjör og mikill gleðskapur en áberandi drukkinn var enginn en létt yfir öllum. Þegar vígsla hafði farið fram og allir höfðu neytt matar og drykkjar var brugðið til úti- leikja á nýsleginni og rakaðri flöt á túninu uns sest var að kaffi- og súkkulaðidrykkju. Skorti þá ekki heldur vínföng sem setið var yfir um nóttina. Mikið var sungið og presturinn okkar hélt langa ræðu fyrir minni brúðhjónanna en við unga fólkið lékum okkur úti á túninu í góða veðrinu. Veislan stóð fram á morgun er boðs- gestir fóru að tygja sig til heimferðar. Prestur okkar var þá séra Böðvar Eyjólfsson. Þetta sem hér hefur verið sagt um vínveitingar á aðeins við um fyrstu tólf ár aldarinnar en upp úr því breyttist þetta með tilkomu áfengisbannsins. Þá hverfa úr sögunni allar víndrykkjuveislur eðli málsins samkvæmt svo áfengi sést ekki framar nema endrum og eins þegar stöku dugnaðarmönnum tókst að klófesta flösku við skipskomu. Tveimur reglulegum dansleikjum man ég eftir frá árunum 1912–1915. Var sá fyrri haldinn í vörugeymslu verslunarfélagsins á Norðurfirði en hinn í hálfinnréttuðu steinhúsi er var í smíðum á Gjögri. Báðir þessir dansleikir voru haldnir til styrktar nýstofn- uðu lestrarfélagi hreppsins. Dansleikurinn á Gjögri var um miðj- an vetur og snjór yfir öllu landi. Fórum við að heiman á skíðum í versta kafaldsbyl daginn áður en leikurinn skyldi haldinn. Var þann dag farið yfir Ingólfsfjarðarbrekku og Eyrarháls en gist hjá frændfólki okkar á Finnbogastöðum. Daginn eftir, upp úr hádegi, héldum við svo til samkomustaðarins á Gjögri í sama bylnum. Um 6–7 e.h. var samkoman sett af farkennara hreppsins, Guðmundi Þ. Guðmundssyni á Finnbogastöðum, með stuttri ræðu. Söng hann síðan gamanvísur er einhverjir hagyrðingar í hreppnum höfðu sett saman í tilefni atburðarins en síðan hófst bögglaupp- boð. Til gamans set ég hér fyrsta erindið:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.