Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 108
106
Árneshreppur æruverði gamli!
Ert þú ekki hissa á þessu bramli?
Það á að halda uppboð hér á bögglum,
– en ætli að það sé nú ekki bara tað í þessum kögglum?
Síðar í kvæðinu var svo, í góðlátlegu gamni, vikið að nokkrum
einstaklingum í hreppnum, góðum hæfileikum þeirra og hæfni
á ýmsum sviðum. Einhver hreppsbúa mun þó ekki hafa hrifist af
skáldskapnum því nokkru seinna komst eftirfarandi vísa á flot
sem enginn vissi höfund að:
Einhver leirburðsuppvakningur
í Árneshreppi um böggla syngur
kvæði sem hann kallar gott.
En þar er ekkert orð að viti,
er það líkast fugladriti.
Ýmsir henda að því spott.
En hvað um það. Vel var kvæðið þegið af samkomugestum og
lengi var það á vörum manna eftir þetta – og er jafnvel enn. Var
nú dansað af miklu fjöri alla nóttina og fram á morgun er lagt
var af stað heimleiðis og var þá enn sami bylurinn og undan-
gengna daga. Haldið var að Finnbogastöðum og gist þar í góðu
yfirlæti sem áður. Næsta dag var svo haldið heim og þá loks
komið sæmilegt veður. Á þessu má sjá að á þessum árum voru
samkomur á Ströndum ekki sóttar án nokkurrar fyrirhafnar, síst
að vetrarlagi, en engan ætla ég þó hafa iðrast eftir þá fyrirhöfn
í þetta sinn.
Fyrst ég nefndi hér Guðmund Þ. Guðmundsson kennara í sam-
bandi við þessa samkomu hlýt ég að minnast hans lítillega í sam-
bandi við önnur menningarmál sveitarinnar. Guðmundur var
hinn mesti dugnaðar- og ágætismaður í hvívetna eins og hann átti
kyn til. Hann gekkst af miklum dugnaði fyrir stofnun lestrarfélags
í hreppnum um 1910 og varð sannur brautryðjandi í skólamálum
þarna. Guðmundur tók kennarapróf í Reykjavík vorið 1916, var
um skeið farkennari sveitarinnar en braust í því, að mestu á eigin
spýtur, að koma upp skólahúsi á Finnbogastöðum á árunum fyrir
1930 og var þar síðan skólastjóri til æviloka en hann varð, því