Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 108

Strandapósturinn - 01.06.2013, Page 108
106 Árneshreppur æruverði gamli! Ert þú ekki hissa á þessu bramli? Það á að halda uppboð hér á bögglum, – en ætli að það sé nú ekki bara tað í þessum kögglum? Síðar í kvæðinu var svo, í góðlátlegu gamni, vikið að nokkrum einstaklingum í hreppnum, góðum hæfileikum þeirra og hæfni á ýmsum sviðum. Einhver hreppsbúa mun þó ekki hafa hrifist af skáldskapnum því nokkru seinna komst eftirfarandi vísa á flot sem enginn vissi höfund að: Einhver leirburðsuppvakningur í Árneshreppi um böggla syngur kvæði sem hann kallar gott. En þar er ekkert orð að viti, er það líkast fugladriti. Ýmsir henda að því spott. En hvað um það. Vel var kvæðið þegið af samkomugestum og lengi var það á vörum manna eftir þetta – og er jafnvel enn. Var nú dansað af miklu fjöri alla nóttina og fram á morgun er lagt var af stað heimleiðis og var þá enn sami bylurinn og undan- gengna daga. Haldið var að Finnbogastöðum og gist þar í góðu yfirlæti sem áður. Næsta dag var svo haldið heim og þá loks komið sæmilegt veður. Á þessu má sjá að á þessum árum voru samkomur á Ströndum ekki sóttar án nokkurrar fyrirhafnar, síst að vetrarlagi, en engan ætla ég þó hafa iðrast eftir þá fyrirhöfn í þetta sinn. Fyrst ég nefndi hér Guðmund Þ. Guðmundsson kennara í sam- bandi við þessa samkomu hlýt ég að minnast hans lítillega í sam- bandi við önnur menningarmál sveitarinnar. Guðmundur var hinn mesti dugnaðar- og ágætismaður í hvívetna eins og hann átti kyn til. Hann gekkst af miklum dugnaði fyrir stofnun lestrarfélags í hreppnum um 1910 og varð sannur brautryðjandi í skólamálum þarna. Guðmundur tók kennarapróf í Reykjavík vorið 1916, var um skeið farkennari sveitarinnar en braust í því, að mestu á eigin spýtur, að koma upp skólahúsi á Finnbogastöðum á árunum fyrir 1930 og var þar síðan skólastjóri til æviloka en hann varð, því
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.